Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1990, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.1990, Blaðsíða 20
184 ÆGIR 4/90 Þorskalýsisframleiðslan árið 1989 Bernhard Petersen: Á árinu 1989 voru framleidd 2.623 tonn af þorskalýsi hér á landi og er það 37% meira en árið áður. Það ár var framleiðslan að- eins 1.910 tonn, sú minnsta í 45 ár að minnsta kosti eins og eftirfar- andi tafla yfirframleiðslu hvers árs sýnir: Ár Tonn Ár Tonn 1945 5.820 1967 4.530 1946 6.445 1968 4.575 1947 7.481 1969 4.564 1948 9.098 1970 5.403 1949 8.370 1971 4.216 1950 6.659 1972 4.666 1951 7.375 1973 4.102 1952 10.846 1974 3.936 1953 11.378 1975 3.949 1954 10.404 1976 3.300 1955 10.778 1977 2.900 1956 11.015 1978 2.726 1957 9.320 1979 3.287 1958 9.819 1980 3.722 1959 10.246 1981 4.068 1960 10.508 1982 4.280 1961 6.948 1983 2.853 1962 7.311 1984 2.250 1963 7.753 1985 2.327 1964 10.270 1986 2.981 1965 7.602 1987 2.794 1966 6.457 1988 1.910 1989 2.623 Eins og sést er framleiðslan á árinu 1989 orðin sambærileg við það sem hún var árin 1986 og 1987. Skýringarinnar á niður- sveiflunni árið 1988 er ekki að leita í tölum yfir heildarþorskafla báta. Samkvæmt spá Fiskifélags íslands er gert ráð fyrir að hann verði 192.000 tonn á árinu 1989 eða 5.9% meiri en árið áður, þegar hann var 181.354 tonn, og 2.0% minni en árið 1987 þegar hann var 195.837 tonn. Ástæða niðursveiflunnar var slæm vertíð vestan- og sunnanlands vorið 1988, eins og aflaskýrslur bera með sér. Þannig var afli á svæðinu frá Vestmannaeyjum vestur um til Stykkishólms fyrstu fjóra mánuði hvers árs skv. bráðabirgðatölum: 1987: 63.305 tonn 1988: 45.262 tonn 1989: 62.774 tonn Það er á þessu svæði sem mest- öll lifur er brædd, og aflabrögð þar ráða miklu um þorskalýsisfram- leiðsluna. Þetta skýrist af efri töfl- unni að neðan yfir hlutfall þorska- lýsisframleiðslunnar af þorskafla báta á landinu öllu. Útflutningur á þorskalýsi dróst enn saman á árinu 1989. Sam- kvæmt hagskýrslum voru 1268 tonn flutt út til 24ra landa. Þar af voru 1005 tonn af kaldhreinsuðu meðalalýsi og 263 tonn af ókald- hreinsuðu lýsi. Frá árinu 1985 hefur þróunin í útflutningnum verið eins og neðri taflan sýnir. Þorskalýsi: Þorskafli báta: Lýsishlutfall: 1982 4.280 tonn 213 þús. tonn 2.01% 1983 2.853 tonn 156 þús. tonn 1.82% 1984 2.250 tonn 133 þús. tonn 1.69% 1985 2.327 tonn 157 þús. tonn 1.48% 1986 2.981 tonn 181 þús. tonn 1.65% 1987 2.794 tonn 196 þús. tonn 1.43% 1988 1.910 tonn 182 þús. tonn 1.05% 1989 2.623 tonn 192 þús. tonn 1.37% Kaldhreinsað meðalalýsi: Ókald- hreinsað lýsi: Iðnaðarlýsi: Alls: 1985 1.470 tonn 758 tonn 0 tonn 2.228 tonn 1986 2.447 tonn 482 tonn 3 tonn 2.932 tonn 1987 2.506 tonn 263 tonn 69 tonn 2.838 tonn 1988 1.357 tonn 161 tonn 0 tonn 1.518 tonn 1989 1.005 tonn 263 tonn 0 tonn 1.268 tonn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.