Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1990, Blaðsíða 30

Ægir - 01.04.1990, Blaðsíða 30
194 ÆGIR 4/90 isverðinu á þessum mórkuðum rétt eins og íslenska fiskvinnslan. Tollar og styrkir eru þau atriði sem einna helst skerða samkeppnis- hæfni íslenskrar fiskvinnslu og við þurfum að líta af alvöru á þær hindranir og þann mismun sem þessar aðgerðir Evrópubandalags- ins skapa einstökum fiskverk- endum og einstökum greinum hér innanland. Við hljótum að spyrja hvort skynsamlegt sé að láta skert samkeppnisskilyrði í samkeppni um hráefnið leiða til þess að við töpum samkeppnisstöðu okkar á mörkuðunum með unna vöru. Hlutverk ríkisvaldsins Hin almenna regla er sú meðal flestra þjóða að ríkisvaldið reynir að skapa umhverfi sem er a.m.k. jafnvelviljað innlendum sjávarút- vegi, veiðum og vinnslu og þeim sem keppa við þá í öðrum löndum. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld hugsi um þessi mál sem langtímastefnumörkun frekar en taka ákvarðanir eftir því hvernig pólitískir vindar blása á hverjum tíma. Jöfnun samkeppnisskilyrða hlýtur að vera sanngjörn krafa sjávarútvegsins hvort sem um er að ræða kaup á hráefni, tolla eða styrki. Þegar við ræðum mótun sjávarútvegsstefnu erum við ekki að reyna að njörva samskipti aðila innan sjávarútvegsins niður í fyrir- fram ákveðið kerfi heldurað skapa þanna ramma, það umhverfi, sem getur á eðlilegan hátt leitt til þeirrar niðurstöðu að allir aðilar í íslenskum sjávarútvegi vinni sam- eiginlega að því að hámarka arð- semina af auðlindinni umhverfis landið. Það er sannfæring mín að þegar íslensk fiskvinnsla fær tækifæri til að starfa í slíku umhverfi, — þ.e. þegar samkeppnisskilyrðin verði henni jafnhagstæð og þeirri erlendu, bæði á hinum erlendu mörkuðum og í hráefnisöflun þá muni hún standa hinni erlendu fyllilega á sporði. Þetta verður íslensk fiskvinnsla að skilja og trúa á sjálf, því þegar þessum jöfnuði er náð þarf hún ekki lengur að ein- blína á ríkisvaldið til að fá úrlausnir vanda síns. Lágmarkskrafan í garð stjórn- valda er sú að þau gefist ekki upp við það að búa íslenskum sjávar- útvegi þau skilyrði sem með þarf til þess að ná þessu setta marki. Semja við Evrópubandalagið Hvað þarf þá að gera til þess að íslensk fiskvinnsla sé samkeppnis- fær? í fyrsta lagi þurfum við að ná samkomulagi við Evrópubanda- lagið. Núverandi samningur, þó góður sé, nær ekki til nægilega mikils hluta sjávarafurða. Samn- ingurinn eins og hann er í dag, skapar mismunun milli greina sjávarútvegsins og gerir íslenskri fiskvinnslu ekki kleift að nýta markaðinn eins og nauðsynlegt er. Af sömu ástæðu skapar samning- urinn mismunun í samkeppnis- skilyrðum milli innlendrar og erlendrar fiskvinnslu þar sem erlenda fiskvinnslan hefur getað svo að segja óhindrað boðið í íslenskan fisk á innlendum og er- lendum fiskmörkuðum, flutt inn án tolla og selt á tollvernduðum mörkuðum Evrópubandalagsins. Þar til við náum samkomulagi um þessi atriði við Evrópubandalagið er óumflýjanlegt að íslendingar jafni samkeppnisskilyrðin meö öllum tiltækum ráðum. Jöfn samkeppnisskilyrði Núverandi fiskveiðistefna felur veiðiréttinn og ráðstöfun aflans í hendur útgerðarinnar. Með opn- ara samfélagi og aukinni sam- keppni hafa útgerðarmenn og sjó- menn gert kröfu um hæsta verð á hráefninu á hverjum tíma. Engin ástæða er til að ætla að íslenska fiskvinnslan eigi ekki að geta greitt að meðaltali hæsta verð sé sam- keppnisstaðan jöfn. Það er hins vegar staðreynd að staða fisk- vinnslunnar í fiskverðssamningi í Verðlagsráði er nánast óverjanleg. Það hlýtur að vera eitt brýnasta viðfangsefni sjávarútvegsins að móta nýja stefnu um hvernig verð- lagningu verði háttað og hvernig útgerðin semur við sjómenn í framtíðinni. Frjáls verðlagning hlýtur í framtíðinni að vera æski- legt markmið en frelsið mun ekki geta þróast á markaðnum nema leikreglur séu sanngjarnar og íslenska fiskvinnslan standi jafn- fætis erlendri fiskvinnslu í þeim leik. Aflamiðlun Nýstofnuð aflamiðlun er vísir að auknum skilningi manna á því að nauðsynlegt er að stýra framboði á erlendum markaði og gefa íslensku fiskvinnslunni a.m.k. möguleikan á því að bjóða í aflann. Um aflamiðlun náðist samstaða milli stjórnmálamanna, verkalýðs- hreyfingar og sjávarútvegsins vegna þess að menn viðurkenndu að fenginni reynslu að nauðsyn- legt er að takmarka framboðið til að ekki yrði verðfall á markaðn- um. Þetta eru sömu rök og samein- uðu menn um SÍF árið 1932 og með miklum samdrætti í magni á saltfiskmarkaðnum á þessum tíma eru þau jafngild í dag og þau voru þá. Með opnun þjóðfélagsins og auknum kröfum um arðsemi verður ekki komist hjá því að menn endurhugsi hlutverk sjávar- útvegsins í byggðaþróun eða það sem ég hef viljað kalla félagslegt hlutverk sjávarútvegsins. Fjárhagsleg endurskipulagning Óumflýjanlegt er að innan fisk- vinnslunnar haldi áfram sú þróun fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar og sameiningar sem hefur átt sér stað. íslensk fiskvinnslufyrir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.