Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1990, Blaðsíða 21

Ægir - 01.04.1990, Blaðsíða 21
4/90 ÆGIR 185 Samdrátturinn á árinu 1988 stafaði að töluverðu leyti af því að Dirgðir voru uppurnar um mitt það ar' en samdrátturinn í fyrra er af öðrum orsökum eins og síðar verður vikið að. Stærstu kaup- endur þorskalýsis á árinu 1989 voru: Kaldhreinsað Ókaldhreinsað meðalalýsi^tonn lýsi, tonn: N°regur 255 Noregur 133 kólumbía 116 Bretland 128 Bretland 215 Brasilía 102 68% af meðalalýsinu er flutt út þessara ofangreindu fjögurra anda og Noregur er stærsti kaup- andinn þriðja árið í röð. Töluverður hluti af áætlaðri frarnleiðslu ársins 1988 var seldur fyrirfram veturinn 1987/1988. ^ramleiðslan varð hins vegar mun jninni en reiknað hafði verið með, ö|rgðastaða var orðin lág fyrir og þess vegna reyndist ekki unnt að anna eftirspurn um haustið 1988. ^erð á meðalalýsi varð óeðlilega nátt en lítið var hægt að selja néðan. Við þetta hækkaði verð nokkuð á hrálýsi innanlands á Vertíðinni 1989 og hafði þá n^ekkað um rúmlega 35%, í doll- Urum talið á tveimur árum. Kaupendur héldu að sér nöndum með kaup, sérstaklega í Noregi. Þarlendum lýsisfram- e'ðendum tókst að tryggja sér nasgt lýsi á lægra verði en unnt var jjö bjóða héðan, og aðrir hefð- onndnir kaupendur að íslensku Vsi, svo sem Bandaríkjamenn, keYPtu ódýrara lýsi, sem selt er Sern þorskalýsi, t.d. frá Japan og J^ollandi. íslensku útflytjendurnir nafa reynt að halda verðinu uppi, en afleiðingin hefur orðið minni Sala og nokkur birgðasöfnun frá v°ri 1989. Onnur orsök fyrir samdrætti í sölu meðalalýsis er aukin umræða og auknar rannsóknir á mengun matvæla af eiturefnum. Fullkomn- ari tæki og aðferðir við að mæla slík efni hafa leitt til þess að unnt hefur orðið að finna jafnvel hina minnstu mengun af ýmsum eitur- efnum, svo sem skordýraeitri, í mörgum fituríkum fæðutegund- um. Má þar nefna mjólkurvörur, meira að segja móðurmjólk, fisk- meti og þar af leiðandi lýsi. í maí 1989 var sala stöðvuð á íslensku lýsi í Svíþjóð vegna þess að í því höfðu mælst 6—11 píkó- grömm af díoxíni í grammi af lýsi. Díoxín er í raun hópur meira en 200 mismunandi, náskyldra, líf- ranna klórsambanda og eru nokkur þeirra mjög eitruð. Þessi efni myndast við bruna við lágt hitastig þar sem klór er til staðar, svo sem við sorpbrennslu, en einnig í trjá- og pappírsiðnaði og við bílaumferð. Eitt píkógramm er einn milljón milljónasti hluti úr grammi og er það hlutfall jafnt 0,4 mm af fjarlægðinni til tunglsins. Talið er að fullvöxnum manni sé óhætt að fá í sig 350 píkógrömm af díoxíni hvern dag ævinnar svo að í einni matskeið af íslensku ómeðhöndluðu þorskalýsi er í mesta lagi 15% af því magni. Tek- ist hefur að þróa aðferð hér til að hreinsa dioxínið úr lýsinu, og er sala hafin að nýju til Svíþjóðar. í febrúar 1989 birtust í þýsku dagblaði niðurstöður þýskrar rannsóknar á mengun ýmissa mat- væla af svonefndu toxapheni. Toxaphen er skordýraeitur, sem aðallega hefur verið notað við bómullarræktun. Það hefur verið bannað í mörgum löndum síðan 1982. Hins vegar er það mjög stöðugt og brotnar því seint niður í náttúrunni og er lengi virkt í fæðu- keðjunni. í rannsókn þessari reyndist hlutfall þess vera nokkuð hátt í þorskalýsi, sem sagt var af íslenskum uppruna, sem þó hefur ekki fengist staðfest. Eftir birtingu þessarar blaða- greinar hefur sala á íslensku lýsi svo til alveg stöðvast í Þýskalandi. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið síðan á íslensku þorskalýsi, bæði í Þýskalandi og Englandi, á vegum íslenskra framleiðenda, hafa leitt í Ijós að mælingarnar eru mjög mis- jafnar og óábyggilegar. Mikið mis- ræmi hefur verið milli mælinga og þannig hefur sama lýsið verið mælt hjá sömu rannsóknarstof- unni fyrst ómengað, en nokkru síðar með tveimur milljónustu hlutum (PPM) af toxapheni, sem þó er aðeins um fjórðungur þess sem birt var úr hinni upprunalegu þýsku rannsókn. Sama misræmi hefur einnig verið milli rannsókn- arstofa í Englandi og Þýskalandi. Ennþá er unnið að því að upplýsa þetta mál, en alvarlegt er hve mikla umfjöllun þessi þýska rann- sókn fékk, þó ekki væri nema með tilliti til þess hve uppruni sýna er véfengjanlegur. Erlent þorskalýsi er mun meira mengað en það íslenska, t.d. norskt lýsi, en í því hefur mælst þrisvar sinnum meira díoxín en í íslenska lýsinu. Þó veldur það vonbirgðum að íslenskur fiskur skuli verða fyrir slíkri mengun hér við land og sýnir að við verðum að halda vöku okkar og fylgjast betur með þessum málum á erlendum og innlendum vettvangi. Það er álit höfundar þessarar greinar að hér þurfi að stórauka rannsóknir á þessu sviði á öllum sjávarafurð- um, og von hans er sú að þær muni leiða í Ijós, að þrátt fyrir allt séu íslenskar sjávarafurðir hreinni og heilnæmari en aðrar. Höfundur er framkvæmdastjóri Bernh. Petersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.