Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1990, Blaðsíða 22

Ægir - 01.04.1990, Blaðsíða 22
186 ÆGIR 4/90 Örn Pálsson: SMÁBÁTAR - aflabrögð, hlutdeild í botnfiskveiðum og grásleppuhrognaframleiðslu I síðustu grein minni í Ægi fjall- aði ég um smábátaútgerðina með tilliti til botnfiskveiða. Auk við- bóta þar við mun þessi grein vera að mestu byggð upp á veiðum smábáta á grásleppu og vinnslu veiðimanna á afurðum hennar og þá nær eingöngu hrognunum, sem er nánast það eina sem nýtt er af grásleppunni. Einnig verður reynt að skyggnast inn í mark- aðsmál, nýjungar og hvað fram- tíðin ber í skauti sér í grásleppu- hrognaheiminum. Inngangur Á síðasta ári öfluðu smábátar um 13% af heildarþorskafla þjóð- arinnar u.þ.b. 45.000 tonn. Sú tala er byggð á niðurstöðutölum Fiskifélags íslands fyrir fyrstu 10 mánuði ársins. Láta mun nærri að heildarafli smábáta hafi verið um 57.000 tonn. Áætlað útflutningsverðmæti þessa afla eru 4.5 milljarðar. Við afla smábáta bætast grásleppu- veiðar, en útflutningsverðmæti saltaðra og fullunninna grásleppu- hrogna (kavíar) nam á síðasta ári 621 milljón. Með þessar tölur að leiðarljósi fara afurðir sem aflað er af smábátum yfir 9% af heildarút- flutningsverðmæti allra sjávar- afurða landsmanna ársins 1989. Fjöldi þeirra báta sem færa þennan afla að landi er um 1.800 og ætla ég að um 3,000 sjómenn taki þátt í veiðunum. Af framangreindri upptalningu er því Ijóst að smábátaeigendur er fjölmennur hópur sem skapar mikil verðmæti og atvinnu fyrir þjóðarbúið. Gildi smábátaútgerðar fyrír einstök landsvæði _ Það vekur athygli þegar bráða- birgðatölur Fiskifélags íslands frá s.l. ári eru skoðaðar hvað hlutur smábátaútgerðar í þorskafla ein- stakra landsfjórðunga er hátt hlutfall. Hæst er hlutfallið á Aust- urlandi eða hvorki meira né minna en 27,7%. Þar er því engin spurning hversu atvinnuskapandi þessi atvinnuvegur er fyrir hin einstöku byggðarlög. Smábátaútgerðin hefur byggst upp með miklum hraða á síðustu árum. Endurnýjun og nýir bátar hafa flætt inn. Ungir menn og sjó- menn af stórskipaflotanum hafa látið drauminn rætast, gerst sjálf- stæðir útgerðaraðilar. Margt er það sem hefur ýtt undir þennan mikla vaxtahraða. Útgerðaraðilar keppast við að tryggja sér rétt til að draga fiskinn úr sjónum áður en tími frjálsrar sjósóknar líður undir lok eins og boðað er í „frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða" sem nú liggur fyrir Alþingi. Þá hafa versnandi kjör í landi með tilheyr- andi atvinnuleysi, minnkandi tekjur sjómanna á stórskipa- flotanum samfara minni afla og versnandi kjörum haft sín áhrif a eflingu smábátaflotans. Hagkvæmni smábátaútgerðar. Rangar ákvarðanir í sjávarútvegi Smábátaútgerðin hefur fjöl- marga kosti sem gera hana óum- deilanlega að hagkvæmasta útgerðarmáta þjóðarinnar. Hér á eftir skulu nefnd nokkur rök því til stuðnings. Veiðarfæri þau sem smábátar nota samfara veðurskilyrðum hér við land gera það að verkum að smábátar geta aldrei ógnað neinum fiskistofnum. Smábátútgerðin kallar ekki á byggingu nýrra „heimila" úti á sjó. Smábátar færa til vinnslu besta hráefnið, um er ræða fisk sem oft er unnin sama dag og hann er veiddur. Fiskimið smábáta eru nálægt landi og kalla því á lítinn olíu- kostnað, ásamt minni rekstrar- kostnaði sem fylgir því að eiga stutt á miðinn. Smábátaútgerðin tryggir örugga arðsemi einstakra byggðarlaga. Fjármagnið verður eftir á staðnum og skilar sér ífrekari uppbyggingu, heimamenn stunda veiðar og afl- inn er unninn í landi. Geðþótta- ákvarðanir eins manns með skammtímagróðasjónarmið í huga geta ekki lagt atvinnu heils byggð- arlags í rúst. Allir þekkja þá sögu þegar stórskipaútgerðinni er lánað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.