Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1990, Síða 8

Ægir - 01.08.1990, Síða 8
404 ÆGIR 8/90 dagskrá en oft áður. Að loknum framsögum voru hringborðsum- ræður og spurningar til framsögu- manna. Fiskveiðar og fiskvinnsla eru og hafa lengi verið aðalatvinnuvegur Borgundarhólms. Það var því vel til fundið að halda fiskimálaráð- stefnuna á þessari skemmtilegu eyju, sem e.t.v. minnir með sinni landfræðilegu legu á nýlendu- stefnu Dana fyrr á öldum. Eyjan er 588 km2 að stærð og íbúar 47.000. Hún nýtur vaxandi vin- sælda ferðamanna og er nú ferða- mannaiðnaðurinn farinn að ógna fysta sæti sjávarútvegsins. Norræna fiskimálaráðstefnan eða „Den Nordiske Fiskerikonfer- ence" hefur á undanförnum árum stundum verið kölluð í gamni og jafnvel alvöru „den Nordiske Fisk- erifestival". Sumir hafa haft orð á að ráðstefnan væri farin að þynn- ast út vegna breyttra aðstæðna og stærri landhelgi þátttökuþjóða. Ef til vill hefur þetta verið ástæðan fyrir því að nú hefur verið ákveðið að halda ráðstefnuna í framtíðinni á þriggja ára fresti og bjóða Svíar til þeirrar næstu 1993. Eitt er þó víst. Þessi fiskimálaráðstefna tókst vel og var Dönum til sóma í þetta skipti hvað varðaði skipulagningu og framkvæmd. Ennþá eigum við margt sameiginlegt, sem fullkom- lega réttlætir að koma saman, skiptast á skoðunum og læra hvorir af öðrum, sýna og bjóða upp á það besta og áhugaverðasta sem hver þjóð á. Dönsk fiskiskip skipt eftir veiðarfærum í januar 1990 Fjöldi og brúttórúmlestatala Fiskiskipalls: 2.926 Brl.alls: 122.833 Síðutogarar Skuttogarar H Aðrir togarar Q3 Dragnótabátar □ Linu/netaveiðiskiP Önnurfiskiskip Rádstefna um öryggismál sjómanna Dagana 21 .—22. september n.k. verður haldinn, að Borgartúni 6, Reykjavík, ráðstefna um öryggismál sjómanna. Frumkvæði að þessari ráðstefnu átti Siglingamálaráð sem samþykkti á fundi sínum 15. febrúar s.l. að halda slíka ráð- stefnu nú í haust. Ráðstefnan verður með svipuðu sniði og undanfarnar stefnur af sama tagi. Síðast þegar ráðstefna um öryggismál sjómanna var haldin hér á landi, í september 1987, voru um 200 þátttakendur. x. Búist er við svipuðum fjölda 3 þessu sinni. Fundarstjórar verða: Helgi dal, varaforseti Farmanna- fiskimannasambands íslands Halldór Ibsen frá Útvegsmanna félagi Suðurnesja. Fréttatilkynning

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.