Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1990, Side 10

Ægir - 01.08.1990, Side 10
406 ÆGIR 8/90 SJÁVARÚTVEGSSÝNING í LAUGARDALSHÖLL 19. - 23. September 1990 SÉRHÆHNG í SJÁVARÚTVEGI eykur fjölbreytni í íslensku atvinnulífí í september, nánar til tekið 19,- 23. september nk. verður haldin sýning í Laugardalnum í Reykja- vík. Á sýningunni, sem kallast: „Islenska sjávarútvegssýningin 1990", sýnir fjöldi stoðfyrirtækja sjávarútvegsins tæki og búnað til fiskveiða og fiskvinnslu og kynna aðra þjónustu sína við sjávarút- veginn. Þessi sýning er þriðja sinnar tegundar sem haldinn hefur verið hér á landi. Sú fyrsta var 1983 og önnur var svo árið 1987. Sýningunum hefur verið afar vel tekið af íslenskum og erlendum fyrirtækjum og þær hafa sótt fjöldi gesta. Raunar hefur svo verið að bæði fyrirtækjum, sem kynna vöru sína og þjónustu, og gestum sem sækja sýningarnar, hefur fjölgað með hverri nýrri sýningu. Þjónustugreinar sjávarútvegsins mynda þriðja og sennilega stærsta þáttinn í þeim þríþætta vef sem í heild kallast íslenskur sjávarútveg- ur. Vaxandi hluti þeirrar starfsemi sem lýtur að því að ná fiskinum úr sjó og koma honum í besta ástandi til neytenda, flokkast undir þjón- ustustarfsemi. Fiskimaðurinn eða starfsmaðurinn í fiskvinnslunni næði litlum árangri við vinnu sína ef ekki fylgdi sjávarútveginum fjöl- þætt þjónustustarfsemi. Sú vinna sem unnin er, allt frá smíði veiði- skipsins til þeirrar starfsemi sem fram fer til að koma fullfrágeng- inni afurð á markað og innheimta greiðslur fyrir hana, af þessari starfsemi mætti flokka 40 - 50% undir hugtakið þjónusta, innlend og erlend. (Reyndar er mikið af þessari starfsemi í daglegu tali nefnd iðnaðarframleiðsla, eins og skipasmíðar og tækjaframleiðsla af ýmsu tagi. í þessari grein er hugtakið þjónusta túlkað mjög rúmt). Fullkomið fiskleitartæki, spar- neytin vél eða nýtt veiðarfæri, kemur engum að notum ef vit- neskju um tilveru nýjungana er ekki komið á framfæri. Upplýs- ingastreymi milli aðila er einnig þjónusta. Blöð eins og Ægir, Fiski- fréttir eða Víkingur, hafa meðal annarra með þessa þjónustu að gera. Sjón er þó sögu ríkari og koma þar til sjávarútvegssýningar af því tagi sem nú á að fara halda í Laugardalnum. Verður á næstu blaðsíðum fjallað um þessa sýn- ingu og nokkur fyrirtæki sem þar kynna vöru og þjónustu sína. Fyrst verður þó fjallað lauslega um þann mikla og fjölbreytta atvinnu- veg, þjónustustarfsemina, sem stendur við bakið á þeim aðilum sem starfa beint að veiðum og vinnslu. Hér er um að ræða stóran atvinnuveg sem við látum okkur að jafnaði í léttu rúmi liggja, hvort heldur við erum blaðamenn, fisk- verkendur eða sjómenn. Hvort sem við teljum okkur menn frjáls- hyggju eða félagshyggju, þá að ■itthvað blundar í öllum sú hugsun grunnframleiðslan sé ei hreinni og betri starfsemi, en verslun og þjónusta. Virðist hugsunarháttur í litlu breytast, Þ° nú hrynji niður stórveldi af þeirn sökum að slíkar hugmyndir vorý hafðar í öndvegi. T.d. hefur þ'n verið haldið á lofti í urnræðum a undanförnu að gera ætti eitthva til að bjarga fiskvinnslunni, þar sem hún væri að ganga af sja' sér dauðri með því að spenna sv° upp hráefnisverð, sem raunin er- Hvenær hefur heyrst að hlaupa eigi upp til handa og fóta til a bjarga fyrirtækjum sem selja ve a í skip, eða fyrirtækjum sem hanna skip og öðrum svipuðum h'r,( tækjum sem verða augljósleg3 fyrir mestum skaða af hagkvaemar' stjórnun fiskveiða? Fiskvinnslan þjónustufyrirtæki sjávarútvegsinS eru rekin í mikilli samkeppni og grunnatriðum er enginn munur rekstri þeirra. Ekki þarf að gera neinar aðrar ráðstafanir af hánu ríkisvaldsins en að jafna aðstö u þessara fyrirtækja gagnvar erlendri samkeppni, ef erlent ríkis vald styður samkeppnisaðila me styrkjum af einhverju tagi- Sbr- t.d. gjafalán til uppbyggin8ar í fiskvinnslu í Evrópu og stuðninS ríkja við skipasmíðastöðvar. öðru leyti eiga afskipti hins opi_n bera af samkeppnisstöðu fyr'r tækja að vera sem minnst. Islen -

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.