Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1990, Page 24

Ægir - 01.08.1990, Page 24
420 ÆGIR 8/90 SJÁVARÚTVEGSSÝNING í LAUGARDALSHÖU Radiomiðun hf. Fyrirtækið Radiomiðun er meðal þeirra íslensku tækjasala sem kynna vöru sína og þjónustu á Sjávarútvegssýningu 1990 í Laugar- dalshöll. Radiomiðun var stofnað 1957 af bræðrunum Bjarna og Vernharði Bjarnasonum. í dag er Radiomiðun rekin sem hlutafélag og hefur verið svo frá 1968. Núverandi framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og einn af eig- endum er Kristján Gíslason kerfis- fræðingur. Aðsetur Radiomiðunar er að Grandagarði 9. Sjá varútvegssýningin Á Sjávarútvegssýningunni verður Radiomiðun með bás C-80, sem mun vera við suðurenda Laugar- dalshallar. Kristján framkvæmda- stjóri Radiomiðunar gaf Ægi laus- legt yfirlit yfir helstu umboð fyrir- tækisins sem sýna í bás C-80 og sagði frá hvað þau hefðu mark- verðast á boðstólum. Hér verður einungis stiklað á stóru og sagt frá helstu nýjungum einstakra umboða. T.d verður Sailor með nýja stuttbylgjutalstöð og Stand- ard-C gerfitunglatelex, Koden verður meðal annars með 20" radar og Gps staðsetningartæki, Dancall er með nýjung, korta- síma, þannig að ekki þarf lengur að vera með skiptimynt. Hægt verður að kaupa kort með mis- munandi mörgum skrefum. (Ný- kvæntir geta þannig keypt 1.000 skrefa kort og hinir ráðsettu 5 skrefa.) Kristján sagði að Radiomiðun væri komin með nýtt umboð, sem kynnt yrði á sýningunni, en það héti Macsea og væri með ýmsan sérhæfðan búnað fyrir skip. T.d. framleiddi Macsea stjórntölvu sem gæfi skipstjórnarmönnum mikla möguleika, þar sem hægt væri að tengja fjölda tækja við stjórntö v una og safna þannig saman hinum ýmsu upplýsingum á einn stað og vinna þar úr þeim eftir þörfum- Macsea kynnir á sýningunni nýjan hugbúnað fyrir stjórntölvuna. Kristján sagði að Radiomi&un myndi einnig kynna neyðarbaujut eru með þeim hætti að þær losna sjálfvirkt (eða handvirkt ef menn vilja) frá sökkvandi skipi og senda út neyðarmerki á tíðni sem 8erV' hnettir nema. Kristján benti a lokum á eina nýjung sem Radi° miðun kynnir á sýningunni, en það er magnarakerfi fyrir útvarp og sjónvarp, og langbylgiu' frá fyrirtækinu Comrod. Hann sagði að þetta tæki væri komið 1 eitt íslenskt skip, Júlíus Geir mundsson ÍS, og reynist vel. Hve stór er Grænlandsgangan? Framhald af bls. 430 Grænlandi kom fyrir tæpum ára- tug. Um ástand þorskstofns og vistfræðileg skilyrði við Grænland, þegar síðasta ganga kom, virð- umst við hafa mjög takmarkaðar upplýsingar. T.d. hvernig ástand þorsksins var á Grænlandsmiðum áður en hann fór að ganga í aust- ur. Hve stór hluti 1973-árgangsins við Grænland gekk á íslandsmið eða hver þróun hans varð eftir að fiskurinn var genginn á miðin. Undir það skal vissulega tekið hér að áhrif stóraukinnar þorsks- gengdar á íslandsmiðum á næstu vertíð, mun hafa mikil áhrif á þróun íslensks efnahagslífs. Til þess að stjórnvöld hafi möguleika að stýra fjármálum ríkisins og pen- ingamálum þjóðarinnar þarf hins vegar að hafa betri upplýsingar um líklega stærð göngunnar. Af þessum ástæðum ætti, þó seint sé, að auka fjárveitingar til rannsókna áhrifum Grænlandsgöngu a líf- 'íki hafsins við ísland og hvermg aða hvort vaxtarhraði fisks úr þes5 ari göngu breytist eftir að hann er kominn í sjó með hagstæðari h skilyrði o.s.frv. Aðalatriðið er Þ° að safna upplýsingum fyrir fran1 tíðina, þannig að við verðum beWr í stakk búin til að taka á nl0 1 næstu Grænlandsgöngu.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.