Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1990, Qupperneq 34

Ægir - 01.08.1990, Qupperneq 34
430 ÆGIR 8/90 Hve stór verður Grænlandsgangan? Nú er svo komið að fiski- fræðingar á Hafrannsóknastofnun geta nánast fullyrt að Grænlands- þorskur gangi á íslandsmið á þessu ári og því næsta. Spurningin er frekar hve gangan verður stór. Ægi barst nýlega kanadískt rit frá stofnun sem heitir Northwest Atlantic Fisheries Organization. Rit þetta inniheldur úttekt tveggja þýskra fiskifræðinga á stærð ár- ganga í þroskstofninum við Græn- land á árunum 1977-1987. Niður- stöður þýsku sérfræðingana eru sláandi, nærri 90% af fjölda þorska í veiðistofninum við Grænland árið 1987 er af árganginum frá 1984. Eins og sést af meðfylgjandi línu- riti vex stofnstærð (óbrotna línan) þorsks við Grænland úr u.þ.b. 40.000 tonnum 1985, í 480.000 tonn árið 1987. Hér er rétt að hafa í huga að árið 1987 er 1984 ár- gangurinn aðeins orðinn þriggja ára. Þýsku fiskifræðingarnir draga aðra línu (brotna línan) sem segir til um fjölda einstaklinga í veiðan- lega hluta stofnsins. Talið er að 1984-árgangurinn við Grænland hafi verið um sex hundruð millj- ónir einstaklinga af þriggja ára þorski árið 1987. Láta mun nærri að þetta sé þreföld meðalnýliðun á íslandsmiðum, þannig að ef hver þorskur hefði álíka gott viðurværi á Grænlandsmiðum og hann hefur við ísland og þetta væri meðalár- gangur, þá stæði slík nýliðun undir milljón tonna árlegum þorskafla. Hins vegar er Ijóst að einstaklingar í þessum árgangi af Grænlands- þorski er allmiklu léttari en jafn- gamall þorskur við ísland. Talið er að meðalþyngd þorsks af 1984 árgangi sé innan við heimingur af þyngd jafngamals fisks við suður- strönd íslands. Það verður áhuga- vert að sá hvort möguleiki sé á því að Grænlandsþorskurinn geti étið sig upp í „eðlilega" þyngd eftir að hann er kominn á áturíkara svæði við ísland. Til að lesendur hafi nokkurn samanburð til að meta stærð ár- gangs þorsks frá 1984, þá var fjöldi þriggja ára nýliða við Græn- land metinn u.þ.b. 600 milljón þorskar og við ísland var sama nýliðun árið 1987, 300 milljón þorskar. Ómögulegt er að spá um hve stórt hlutfall af hrygningarfiski gengur frá Grænlandi á íslands- mið, en af aflatölum undanfarin ár á Grænlandsmiðum virðist óhæ11 að draga þá ályktun að ekki hafl verið gengið umtalsvert á stofninn- Það verður að álasa íslenskum yfirvöldum fyrir hve illa þau hata staðið að rannsóknum á frarn- vindu mála við Grænland síðustu árin. T.a.m. er þannig talað um göngu Grænlandsþorsks á miðm eftir áramót, að efnahagur á I5' landi standi eða falli með því hvort Grænlandsganga kemur eða ekki og hagvöxtur hér á landi á naestu árum ráðist af stærð göngunnar. Þrátt fyrir mikill áhrif GrænlandS' gangna á íslenskt efnahagsm vitum við varla nokkurn skapaðan hlut um hvað ræður þessum göng' um, hvernig þær haga sér eða hve stórar þær verða. Síðasta ganga fra Framhald á bls. 420 Vestur-Grænlandsþorskur. Stofnstærð og fjöldi fiska.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.