Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 16

Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 16
68 ÆGIR 2/92 með. Það ber að hafa í huga að veiðin á þessum tegundum er að aukast mikið, fyrst og fremst vegna betri veiðitækni og betri markaðs- setningar.. Flest okkar þekkja trjónu- krabba og yfirleitt er hann rauður. Önnur krabbategund sem heiti á latínu (Geryon quinquedens) og á ensku er kallaður rauður krabbi finnst á mjög mörgum stöðum í Atlantshafinu (2. mynd). Hann hef- ur fundist á 40 m til 2200 m dýpi. Aðal veiðisvæðið er á dýpi frá 500—700 m. Við norðaustur- strönd Bandaríkjanna eru stund- aðar töluverðar veiðar á þessum krabba. Bátarnir eru með allt upp í 600 gildrur hver í þremur trossum. Lengdin á hverri trossu er allt að 10 km. Þegar gildrurnar eru teknar um borð er veiðin flokkuð. Allur kvenkrabbi og allur krabbi sem er með skelbreidd minni en 11,5 sm er látin aftur í sjóinn. Þannig hjálpa fiskimennirnir við að halda við stofninum. Krabbinn er siöan klofinn og skelin og innyflum hent sem er u.þ.b. 45% af krabbanum. Það sem er hirt er ísað niður eða fryst fyrir frekari vinnslu. Ég tek þetta aðeins sem dæmi um hvern- ig krabbaveiðar eru stundaðar á þessu ákveðna svæði, þannig að lesendur fái smá innsýn í hvernig krabbaveiðar eru stundaðar. Hér við land hefur orðið vart við krabbategundir í djúpköntum en tilraunir sem gerðar voru við suðurströndina fyrir allmörgum árum gáfu ekki góðan árangur. En það hlýtur að vera krabbi hér í djúpköntum eins og annars staðar í heiminum. Eitt sem gott er að hafa í huga er að báðar þessar veiðiaðferðir, þ.e. línu- og gildru- veiðar eru eins og sagt er um- hverfisvænar. Fyrir báta á grunnslóð eru miklir möguleikar á gildruveiðum og þegar hafa verið reyndar gildru- veiðar á humri. Einnig eru margar krabbategundir hér á grunnslóð sem hugsanlegt er að veiða. Kost- urinn við að veiða á grunnslóð er að möguleiki er á að koma með aflann ferskan eða hreinlega lif- andi í land. Eins og sagt var frá í útvarpinu um daginn þá er aðal- sportið þessa dagana hjá svoköll- uðum uppum í Japan að fara á veitingastað og biðja um lifandi fisk eða krabba á diskinn. Gildru- veiðar eru stundaðar tiltölulega stutt frá landi og þar sem sam- göngur eru góðar er ekkert mál að senda lifandi fisk hvert sem er. Einnig eru mikil skeljamið hér við land og tæknin við að veiða þessar tegundir er til staðar en það tekur tíma að finna og komast inn á markað. Það er skoðun mín að einna erfiðast sé að koma nýrri skelfisktegund inn á markað, og þá á viðunandi verði. Reynsla okkar við kúfiskveiðar ætti að hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.