Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 58

Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 58
110 ÆGIR 2/92 LÖG OG REGLUGERÐIR Reglugerð um friðun veiðisvæða fyrir Suðurlandi 1. gr. Frá og með 20. febrúar 1992 eru allar veiðar með tog- vörpu og dragnót bannaðar innan þriggja mílna frá fjöru- marki meginlandsins á svæði fyrir Suðurlandi, sem að austan markast af línu sem dregin er réttvísandi í austur frá Stokksnesvita og að vestan af línu sem dregin er réttvísandi í suður frá Reykjanesvita. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru veiðar heimilaðar á eftir- greindum svæðum: A. Á svæði í Meðallandsbug milli 1 7°V og 18°25'V eru kolaveiðar í dragnót heimilaðar. Heimilt er að binda leyfi til veiða sérstökum skilyrðum um útbúnað og stærð dragnótarinnar í því skyni að draga úr veiðum á öðrum fiski en kola. B. Á svæði vestan línu, sem dregin er réttvísandi í suður frá Selvogsvita, eru dragnótaveiðar og togveiðar heimilaðar á árinu 1992. 2. gr. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 1. gr. er heimilt að veita þeim bátum, sem leyfi hafa til dragnótaveiða fyrir Suðurlandi leyfi til tilraunaveiða á vannýttum kolategundum á afmörkuðum svæðum. Tilraunir þessar fari fram undireftir- liti og stjórn Hafrannsóknastofnunarinnar og miði fyrst og fremst að því að kanna möguleika til veiða á sandkola með sérútbúnni dragnót. Tilraunir þessar fari fram á tímabilinu 1. maí 1992 til 15. ágúst 1992. 3. gr. Frá og með 20. febrúar 1992 eru allar veiðar með tog- vörpu og dragnót bannaðar umhverfis Vestmannaeyjar innan línu, sem dregin er í þriggja sjómílna fjarlægð frá fjörumarki eftirgreindra eyja og skerja: Elliðaey, Bjarnarey, Heimaey, Suðurey, Hellisey, Súlnaskeri, Ceirfuglaskeri, Geldungi, Álsey, Grasleysu, Þrídröngum og Einidrangi. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru veiðar með dragnót og fót- reipisvörpu heimilaðar á eftirgreindum svæðum og tíma: A. Til og með 15. maí 1992 á svæði vestan línu sem dregin er í norður frá Heimaey þannig að austurkant Ystakletts og Faxaskersvita beri saman og norðan og vestan línu, sem dregin er frá Heimaey um Grasleysu í Þrídranga og þaðan í Einidrang og þaðan í réttvísandi suður. B. Á tímabilinu frá og með 16. maí til og með 31. júlí 1992 á svæði sem markast af línu, sem dregin er milli eftir- greindra punkta: 1. 63°22'0 N - 20°24'0 V 2. 63°22'0 N - 20°30'0 V 3. 63°26'0 N - 20°28'0 V 4. 63°26'0 N - 20°22'0 V 4. gr. Ákvæði 1. og 3. gr. breyta ekki heimildum til togveiða skv. lögum nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðiland- helgi íslands. 5. gr. Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 81. 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála. 6. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hluta eiga að máli. Sjávanítvegsráðuneytið, 7. febrúar 1992. Þorsteinn Pálsson. Árni Kolbeinsson. Reglugerð um bann við veiðum út af Breiðafirði 1. gr. Frá kl. 15.00 þann 26. febrúar 1992 eru allar togveiðar bannaðar á svæði, sem markast af línum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta: 1. 64°53'5 N—27°06'V 2. 64°53'0 N—27°15'V 3. 65°06'0 N-27°20'V 4. 65°06'0 N—27°06'V 2. gr. Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála. 3 gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hluta eiga að máli. Sjávarútvegsráðuneytið, 25. febrúar 1992. F.h.r. Jón B. Jónasson. Gylfi Gautur Pétursson- FISKVERÐ Rækja og hörpudiskur Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á rækju, er gildir frá 1. janúar til 31. ma1 1992. Rækja, óskelflett í vinnsluhæfu ástandi: kr. pr. kg 1. 200 stk. og færri í kg .................... 75.00 2. 201 til 230 stk. í kg 70.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.