Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 28

Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 28
80 ÆGIR 2/92 þarf að leyfa togurum og togbátum að hafa poka með 70 mm möskva um borð. Þennan poka á að gefa leyfi til að nota á ákveðnum svæðum þar sem líkur eru á að gulllax veiðist. Langhali íslenskir togarasjómenn vita ekki mikið um langhalann. Menn hafa oft orðið varir við hann á djúpslóð suður af landinu, en aldrei í miklum mæli, ef frá eru taldar nokkrar nætur í mars 1982. Þá veiddist mikið af langhala á slóð sem nefnist Rósagarður og út af Berufjarðarál. Lengi hefur verið vitað að Rússar veiddu talsvert af langhala hér á árum áður. I nóv- ember 1976 vartogarinn Karlsefni frá Reykjavík tekinn á leigu til að leita að langhala, en án verulegs árangurs. Við veiðarnar var ein- göngu notað botntroll af gerðinni Balta og 1200 kg toghlerar, sem ekki þætti merkilegur búnaður í dag, því almennt er farið að nota 2500 kg toghlera og víða jafnvel þyngri, ef togað er á miklu dýpi. Til að hefja veiðar á langhala þarf í fyrsta lagi að finna út hvaða trollgerð hentar best. Ég tel að lík- lega sé best að nota botntroll með mikilli lóðréttri opnun, eða jafnvel semi-flottroll, flottroll sem einnig er hægt að nota sem botntroll. Árið 1982, þegar langhalinn veiddist í Rósagarði, þá var þar lóðningarönd sem var laus við botn, en þó ekki nógu ofarlega til þess að vera veiðanleg í venjulegt flottroll. Þegar þessi rönd kom niður á botninn (um miðnættið) þá feng- ust þarna mjög góð höl. Reyndar svo góð að menn lentu í hálf- gerðum vandræðum við að ná inn vörpunni og losa pokann. Sam- kvæmt þesu er líklegt að fiskurinn standi oft það fjarri botni að hann náist ekki í hefðbundin botntroll, en of nálægt botni fyrir flottroli og því gæti semi-flottroll nýst vel. Viðhorf til veiða á vannýttum tegundum Eins og fram kom hér áður þá fékkst styrkur þegar byrjað var að veiða úthafskarfa. Eitthvað slíkt þarf að koma til, ef leita á að öðrum tegundum. Það virðist vera skoðun margra að ekki eigi að styrkja menn til slíkra athafna. Að styrkir mismuni mönnum. Ég er þessu ósammála því ef vel tekst til, þá njóta flestir góðs af. Einnig þarf að tryggja áhöfnunum einhverja umbun um- fram kauptryggingu, því oft líður langur tími áður en nokkur árangur næst og hann næst ekki nema þær helgi sig viðfangsefn- inu. Við þurfum að víkka sjóndeild- arhringinn í okkar fiskveiðum. Við getum ekki lengur einblínt á þessar hefðbundnu tegundir sem allar virðast vera fullnýttar og rúm- lega það. Ég tel tímabært að gera átak í því að gera út skip til að leita nýrra tegunda og finna út hvaða veiðarfæri henti best hverju sinni. Við höfum mörg fordæmi fyrir slíku. Hér áður fyrr komu oft veiði- leysisár hér við land og voru þá gerðir út togarar til að leita nýrra fiskimiða, sem varð til þess að ný fiskimið fundust fjarri heimaslóð. Á Grænlandsmiðum eru t.d. þekkt mið sem kölluð eru eftir íslenskum skipum sem þar hófu veiðar, Jónsmið og Fylkismið. Einnig var farið á Nýfundnalandsmið og í Hvítahafið. Við höfum í nokkrum tilfellum tekið upp veiðar sem útlendingar stunduðu áður hér við land. Helst er þar að nefna grálúðuveiðar út af Víkurál. Innan íslenskrar landhelgi eru að mínu mati mörg svæði sem eru lítið eða ekkert könnuð. Þau helstu eru: 1. Svæði út með Reykjanes- hryggnum, og norðan við hann. 2. Svæði vestur af landgrunninu. Þar var víða vart við grálúðu þegar verið var að leita að langhala árið 1976. 3. Svæði djúpt út af Kötlugrunni, þar sem búrfiskur veiddist sl. haust og þaðan austur með landinu, allt austur að land- helgi Færeyja. Á öllum þessum svæðum tel ég að dýpi neðan við 400 faðma (u.þ.b. 700 metra) sé lítið kannað. Allar tilraunaveiðar eru dýrar og óvissuþættir margir. Efvil teksttil, þá njóta allir góðs af og veiðarnar geta staðið undir sér. Ef hlutirnir hins vegar ganga ekki upp, þá sitja menn uppi með skuldirnar af þeim fjárfestingum sem lagt var út í vegna veiðanna. Helstu óvissuþættir eru: a) Lítill eða enginn afli. (Getur stafað af rangri tímasetningu á veiðunum). b) Ný veiðarfæri virka ekki. (Getur verið af því að fiskur er ekki í veið- anlegu magni eða gefur sig ekki til af öðrum ástæðum). c) Afurðir seljast illa eða alls ekki. (Afurðir óþekktar, nægt framboð af öðrum tegundum). í lokin vil ég slá nokkrum tölum yfir þann kostnað sem reikna má með ef farið er í til- raunaveiðar. Miðað er við einn mánuð. Olíukostnaður Flottroll Botntroll Umbúðir Breytingar á vinnsludekki Nýjar fiskvinnsluvélar Togvírar Ýmis undirbúningur Launakostnaður (minnst) 2-2.5 millj. kr. 4—7 millj. kr. 2-3 millj. kr. 0—1 millj. kr. 0-1 millj. kr. 2-10 millj. kr. 1-1.5 millj. kr. 0.5-1 millj. kr. 2.5 millj. kr: Samtals 14-27 millj. kr. í dæminu reikna ég með að nýjar fisktegundir veiðist á miklu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.