Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 34

Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 34
86 ÆGIR 2/92 Valdimar K. Jónsson og Sigurjón P. Árnason, Háskóla íslands, og Guðjón Jónsson, Iðntæknistofnun íslands: Mengun frá íslenskum fiskiðnaði tnngangur í þessari grein verður gefið yfirlit yfir þá þætti, sem helst eru taldir valda mengun í íslenskum fiskiðn- aði. Einnig er fjallað stuttlega um þær leiðir, sem algengast er að notaða í dag til hreinsunar á sam- bærilegum efnum úr lofti og frá- rennsli. Hér á landi hefur til þessa lítil umfjöllun verið um mengun frá fiskiðnaði. Nú er kominn tími til að þessi mál séu skoðuð í fullri alvöru. Þetta á ekki síst við í tengslum við hugsanlega bætta nýtingu á þeim afla, sem unnin er í landi. Afla þarf frekari upplýs- inga um þau efni, sem fara frá fiskiðnaði út í umhverfið. Stærð og umfang fiskvinnslu á íslandi Islendingar eru ein af 15 stærstu fiskvinnsluþjóðum heims og sú þriðja stærsta í Evrópu á eftir Dönum og Norðmönnum. Árs- verk við fiskveiðar og -vinnslu eru um 15.000, en engu að síður skapar sjávarútvegurinn um 3/4 hluta allra gjaldeyristekna þjóðar- innar og í raun stendur allt íslenska þjóðfélagið og fellur með sjávarútveginum. Fiskveiðar ís- lendinga árið 1990 voru sem segir í næsta dálki, svo og skipting fyrir- tækja sem tengdust fiskvinnslunni 1989. Vert er að taka fram að frystihús eru um 100-120, en saltfiskverk- unarfyrirtæki sem eru flest mjög smá eru um 300-350. Jafnframt Afli íslendinga 1990 Botnfiskafli Þar af: Bolfiskur 619,7 þús. tonn Þorskur 333,4 þús. tonn Ufsi 95,0 þús. tonn Karfi 94,9 þús. tonn Ýsa 66,0 þús. tonn Steinbítur . 14,4 þús. tonn Langa/blálanga . 7,1 þús. tonn Keila 4,8 þús. tonn Ósundurliðað .. 4,1 þús. tonn Þar af: Flatfiskur 54,3 þús. tonn Crálúða 36,6 þús. tonn Skarkoli . 11,4 þús. tonn Sandkoli .. 1,9 þús. tonn Lúða .. 1,6 þús. tonn Annar flatfiskur 2,8 þús. tonn Loðna 693,7 þús. tonn Síld . 90,3 þús. tonn Humar 1,7 þús. tonn Rækja 29,9 þús. tonn Hörpudiskur 12,1 þús. tonn Alls 1 .501,8 þús. tonn Heimild Fiskifélag íslands Fyrirtæki í sjávarútvegi 1989 Frysting, söltun og hersla 469 Síldarsöltun .................... 21 Lifrarbræ&sla, lýsishersla 5 Síldar-og fiskimjölsvinnsla 19 Ni&ursuða, niðurlagning ... 16 Heimild Atvinnuvegaskýrsla 1989 (15) þá eru innifalin í uppgefinni tölu um niðursuðufyrirtæki öll niður- suðufyrirtæki á landinu en ekki bara þau sem sjóða niður sjávaraf- urðir. Mengun frá fiskvinnslu Flokkun mengunar Mengun frá fiskvinnslu er margs konar en í grundvallaratriðum má skipta henni upp í þrennt. Loft- mengun, vatnsmengun í frárennsli og óþein mengun. Sem dæmi um óbeina mengun má nefna ónýt veiðarfæri, ónýt skip og tæki, sem ekki er fargað á viðeigandi hátt. Um tvær síðastnefndu tegundir mengunarinnar verður ekki fjallað nánar í þessari skýrslu. Loftmengun Loftmengun frá fiskvinnslu má skipta upp í tvennt, annars vegar er um að ræða hnattræna mengun og hins vegar staðbundna meng- un. Með hnattrænni mengun er hér átt við lofttegundir sem sleppa út í andrúmsloftið frá fiskvinnsl- unni en valda takmarkaðri meng- un á þeim stað þar sem efnin fara út í andrúmsloftið. Efnin geta hins vegar safnast fyrir í háloftunum og valdið breytingum sem eru hættu- legar vistkerfi heimsins. Gott dæmi um slíka mengun frá fisk- vinnslu er notkun freonsambanda í frystitækjum. Freonsambönd eru hluti af svokölluðum Klórflúorkol- efnum (CFC) en þessi efni geta verið ósoneyðandi efni og einnig mjög öflugar gróðurhúsaloftteg- undir. Algengusta CFC efni, sem notað hefur verið í frystiíðnaði er CFC-12, en á síðustu árum hefur dregið úr notkun þessa efnis og í staðinn hefur komið CFC efni sem inniheldur vetni eða HCFC-22,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.