Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1992, Side 34

Ægir - 01.02.1992, Side 34
86 ÆGIR 2/92 Valdimar K. Jónsson og Sigurjón P. Árnason, Háskóla íslands, og Guðjón Jónsson, Iðntæknistofnun íslands: Mengun frá íslenskum fiskiðnaði tnngangur í þessari grein verður gefið yfirlit yfir þá þætti, sem helst eru taldir valda mengun í íslenskum fiskiðn- aði. Einnig er fjallað stuttlega um þær leiðir, sem algengast er að notaða í dag til hreinsunar á sam- bærilegum efnum úr lofti og frá- rennsli. Hér á landi hefur til þessa lítil umfjöllun verið um mengun frá fiskiðnaði. Nú er kominn tími til að þessi mál séu skoðuð í fullri alvöru. Þetta á ekki síst við í tengslum við hugsanlega bætta nýtingu á þeim afla, sem unnin er í landi. Afla þarf frekari upplýs- inga um þau efni, sem fara frá fiskiðnaði út í umhverfið. Stærð og umfang fiskvinnslu á íslandi Islendingar eru ein af 15 stærstu fiskvinnsluþjóðum heims og sú þriðja stærsta í Evrópu á eftir Dönum og Norðmönnum. Árs- verk við fiskveiðar og -vinnslu eru um 15.000, en engu að síður skapar sjávarútvegurinn um 3/4 hluta allra gjaldeyristekna þjóðar- innar og í raun stendur allt íslenska þjóðfélagið og fellur með sjávarútveginum. Fiskveiðar ís- lendinga árið 1990 voru sem segir í næsta dálki, svo og skipting fyrir- tækja sem tengdust fiskvinnslunni 1989. Vert er að taka fram að frystihús eru um 100-120, en saltfiskverk- unarfyrirtæki sem eru flest mjög smá eru um 300-350. Jafnframt Afli íslendinga 1990 Botnfiskafli Þar af: Bolfiskur 619,7 þús. tonn Þorskur 333,4 þús. tonn Ufsi 95,0 þús. tonn Karfi 94,9 þús. tonn Ýsa 66,0 þús. tonn Steinbítur . 14,4 þús. tonn Langa/blálanga . 7,1 þús. tonn Keila 4,8 þús. tonn Ósundurliðað .. 4,1 þús. tonn Þar af: Flatfiskur 54,3 þús. tonn Crálúða 36,6 þús. tonn Skarkoli . 11,4 þús. tonn Sandkoli .. 1,9 þús. tonn Lúða .. 1,6 þús. tonn Annar flatfiskur 2,8 þús. tonn Loðna 693,7 þús. tonn Síld . 90,3 þús. tonn Humar 1,7 þús. tonn Rækja 29,9 þús. tonn Hörpudiskur 12,1 þús. tonn Alls 1 .501,8 þús. tonn Heimild Fiskifélag íslands Fyrirtæki í sjávarútvegi 1989 Frysting, söltun og hersla 469 Síldarsöltun .................... 21 Lifrarbræ&sla, lýsishersla 5 Síldar-og fiskimjölsvinnsla 19 Ni&ursuða, niðurlagning ... 16 Heimild Atvinnuvegaskýrsla 1989 (15) þá eru innifalin í uppgefinni tölu um niðursuðufyrirtæki öll niður- suðufyrirtæki á landinu en ekki bara þau sem sjóða niður sjávaraf- urðir. Mengun frá fiskvinnslu Flokkun mengunar Mengun frá fiskvinnslu er margs konar en í grundvallaratriðum má skipta henni upp í þrennt. Loft- mengun, vatnsmengun í frárennsli og óþein mengun. Sem dæmi um óbeina mengun má nefna ónýt veiðarfæri, ónýt skip og tæki, sem ekki er fargað á viðeigandi hátt. Um tvær síðastnefndu tegundir mengunarinnar verður ekki fjallað nánar í þessari skýrslu. Loftmengun Loftmengun frá fiskvinnslu má skipta upp í tvennt, annars vegar er um að ræða hnattræna mengun og hins vegar staðbundna meng- un. Með hnattrænni mengun er hér átt við lofttegundir sem sleppa út í andrúmsloftið frá fiskvinnsl- unni en valda takmarkaðri meng- un á þeim stað þar sem efnin fara út í andrúmsloftið. Efnin geta hins vegar safnast fyrir í háloftunum og valdið breytingum sem eru hættu- legar vistkerfi heimsins. Gott dæmi um slíka mengun frá fisk- vinnslu er notkun freonsambanda í frystitækjum. Freonsambönd eru hluti af svokölluðum Klórflúorkol- efnum (CFC) en þessi efni geta verið ósoneyðandi efni og einnig mjög öflugar gróðurhúsaloftteg- undir. Algengusta CFC efni, sem notað hefur verið í frystiíðnaði er CFC-12, en á síðustu árum hefur dregið úr notkun þessa efnis og í staðinn hefur komið CFC efni sem inniheldur vetni eða HCFC-22,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.