Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 17
2/92
ÆGIR
69
kennt okkur margt. Þar gengu
veiðarnar mjög vel, veiðitæknin
var til staðar en það vantaði
rnarkað sem gat greitt viðunandi
verð.
Hvernig á að stuðla að veiðum
á nýjum tegundum?
Aðalatriðið er að frumkvæðið
°mi frá þeim aðilum sem ætla að
*ara að stunda þessar veiðar, hvort
sem um er að ræða einstakling
eoa almenningsfyrirtæki. Yfirleitt
efur það gefið slæma raun þegar
stjórnvöld hafa haft forustu um
nýjungar í atvinnulífinu. Það
niikilvægasta sem stjórnvöld geta
§ert er að skapa viðunandi rekstr-
arskilyrði, sambærileg við önnur
ond. Þegar þeir aðilar sem eru
með nýjungar og eru komnir af
stao er mikilvægt að stjórnvöld
6 t- sv°kallaðir opinberir sjóðir
S.‘y v'b bakið á þeim til frekari
a a. það er mikilvægt fyrir aðila í
sjavarútvegi að hafa greinagóðan
a ganga að þeim (aðilum/stofn-
unum) sem hafa yfir að ráða
1 um upplýsingum um sjávarút-
egsmál. Þá á ég við rannsóknar-
0 nanir, þá aðila sem sjá um
r-T. , smal' t.d. Útflutningsráð,
ls 1 ólag íslands og ekki síst Sjáv-
arútvegsráðuneytið. Sumar þess-
ara stofnana hafa aðgang að er-
lendum gagnabönkum þar sem
geysilega mikið af upplýsingum er
til. Galdurinn er að ná í þessar
upplýsingar og geta notað þær.
Alltaf heyrast þær raddir sem
spyrja hvort ekki eigi að fara að
setja kvóta á þessa tegundina eða
hina. Sem betur fer eru ekki allar
fisktegundir komnar í kvóta. Það
er mikill ábyrgðarhluti að setja
heildarkvóta á ákveðna fiskteg-
und. Það er skiljanlegt að settur sé
heildarkvóti á þær tegundir sem
við höfum veitt mjög lengi og
miklar rannsóknir hafa verið
gerðar á. Eðli veiðarfæranna er
einnig þannig að möguleiki er á
að þurrka upp stofninn. En þegar
við erum að tala um nýjar tegundir
sem litlar upplýsingar eru til um,
er það alveg út í hött að setja
heildarkvóta á veiðina. Sú staða
gæti komið upp að takmarka þyrfti
fjölda skipa á veiðum á ákveðinni
nýrri tegund vegna rekstraraf-
komu. Þá á ég við að þegar ný
vara kemur inn á markað er neyt-
endahópurinn lítill. Þegar fram-
boð eykst lækkar verð. í frjálsri
samkeppni er það neytandinn sem
hagnast mest. Við íslendingar
verðum að átta okkur á hvoru
megin við borðið við erum. Erum
við framleiðendur eða erum við
neytendur. í flestum iðnríkjum
heims hvetja stjórnvöld fyrirtæki
til að vinna saman til þess að þau
séu ekki að kroppa augun úr hvert
öðru. En auðvitað er alltaf sam-
keppni við sambærilegar vörur frá
framleiðendum í öðrum löndum.
Ég hef oft hugsað hvort þeir aðilar
sem eru að tala um ofsagróða í
útgerð á næstu árum geri sér ekki
grein fyrir því að matvara er að
lækka í verði í heiminum. Fiskur
mun fylgja á eftir.
Að lokum vil ég segja þetta:
Möguleikar báta til að veiða
nýjar tegundir eru miklir.
Frumkvæðið þarf að koma frá
þeim sem ætla að stunda útgerð-
ina.
Aðgangur að upplýsingum um
sjávarútvegsmál verða að vera
auðveldar.
Það þarf að gera miklar undir-
búningsrannsóknir áður en farið er
af stað.
Stjórnvöld verða að skapa
almenn rekstrarskilyrði.
Það er framtíð í gildruveiðum.
Það er markaðurinn og neyt-
andinn sem hefur síðasta orðið.
Höfundur er útgerðarmaður, Rifi.