Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 10
62 ÆGIR 2/92 Dreifingarmynstur þetta bendir til að þorskur sem hrygnir á sama tíma á sama stað, haldi einnig að einhverju leyti hópinn utan hrygn- ingartímans. Athuganir á veiðidýpi benda til þess að þessi þorskur sé mestan hluta ársins á grunnsævi, tiltölu- lega stutt frá landi. Slíkt er eðlilegt þegar endurheimturnar fást stutt frá merkingarstöðum, sem voru uppi í landssteinunum, en út- breiðslukortin sýna að meirihluti þess þorsks sem farið hefur lengra er einnig grunnt og tiltölulega stutt frá landi. Tafla 4 sýnir meðaldýpi endurheimtustaða í metrum mið- að við árstíma. Aprílmánuður er þar stakur vegna þess að merking- arnar fóru að mestu leyti fram í þeim mánuði. Því sem eftir var af árinu er síðan skipt í tveggja mán- aða tímabil og meðaldýpi veiði- staða skráð fyrir hvert tímabil svo og mesta og minnsta dýpi fundar- staða. Taflan sýnir að þorskurinn úr þessum merkingum heldur sig yfirleitt tiltölulega grunnt. Um framhald þessara rannsókna Áætlað er að halda merkingar- tilraunum á hrygnandi þorski áfram vorið 1992. Verður þá reynt að merkja á fleiri svæðum. Hugs- anlegt er að þetta verkefni verði hluti af stærra verkefni sem varðar þorskhrygningu allt í kringum landið. Greinilegt er af þeim niðurstöð- um, sem fengist hafa til þessa, að mikilvægt er að tiltekinn lág- marksfjöldi sé í merkingu á hverjum stað. Ef marka má þessar niðurstöður þá má búast við um 10% endurheimtum árlega úr hverri merkingu. Niðurstöður benda einnig til að útbreiðslu- mynstur geti verið mjög mismun- andi eftir því á hvaða hrygningar- svæði er merkt. Af því leiðir að í hverri merkingu þyrftu að vera minnst 600 fiskar og helst 1000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.