Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1992, Page 10

Ægir - 01.02.1992, Page 10
62 ÆGIR 2/92 Dreifingarmynstur þetta bendir til að þorskur sem hrygnir á sama tíma á sama stað, haldi einnig að einhverju leyti hópinn utan hrygn- ingartímans. Athuganir á veiðidýpi benda til þess að þessi þorskur sé mestan hluta ársins á grunnsævi, tiltölu- lega stutt frá landi. Slíkt er eðlilegt þegar endurheimturnar fást stutt frá merkingarstöðum, sem voru uppi í landssteinunum, en út- breiðslukortin sýna að meirihluti þess þorsks sem farið hefur lengra er einnig grunnt og tiltölulega stutt frá landi. Tafla 4 sýnir meðaldýpi endurheimtustaða í metrum mið- að við árstíma. Aprílmánuður er þar stakur vegna þess að merking- arnar fóru að mestu leyti fram í þeim mánuði. Því sem eftir var af árinu er síðan skipt í tveggja mán- aða tímabil og meðaldýpi veiði- staða skráð fyrir hvert tímabil svo og mesta og minnsta dýpi fundar- staða. Taflan sýnir að þorskurinn úr þessum merkingum heldur sig yfirleitt tiltölulega grunnt. Um framhald þessara rannsókna Áætlað er að halda merkingar- tilraunum á hrygnandi þorski áfram vorið 1992. Verður þá reynt að merkja á fleiri svæðum. Hugs- anlegt er að þetta verkefni verði hluti af stærra verkefni sem varðar þorskhrygningu allt í kringum landið. Greinilegt er af þeim niðurstöð- um, sem fengist hafa til þessa, að mikilvægt er að tiltekinn lág- marksfjöldi sé í merkingu á hverjum stað. Ef marka má þessar niðurstöður þá má búast við um 10% endurheimtum árlega úr hverri merkingu. Niðurstöður benda einnig til að útbreiðslu- mynstur geti verið mjög mismun- andi eftir því á hvaða hrygningar- svæði er merkt. Af því leiðir að í hverri merkingu þyrftu að vera minnst 600 fiskar og helst 1000

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.