Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1993, Page 13

Ægir - 01.03.1993, Page 13
Pétur Bjarnason Veiðar og vinnsla hörpudisks og rækju í nóvember 1991 hélt Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda r‘íðstefnu á Akureyri um málefni §reinarinnar og síðan sérstakan fund um alvarlega rekstrarstöðu hennar. í %ktun sem var samþykkt á fundin- uni var lýst miklum áhyggjum af astandinu og því spáð að ef ekki n*ðist samstaða unt að bæta rekstrar- •lyröi greinarinnar mundu mörg t>jaldþrot innan hennar blasa við. Slík Próun yrði bæði þjóðfélaginu í heild °§ flestum öðrum til skaða. Ekki 'arð vart við mikil viðbrögð við þess- nrn yarnaðarorðum, en þó var víst að estum sem til þekkja var ljóst að |raðan var mjög alvarleg. Samkomu- aö tókst í Verðlagsráði í upphafi árs ^ um nokkra verðlækkun hráefn- s °g haft hefur verið á orði að minna a 1 verið um yfirborganir á hráefni Cn a^Ur- Verð fyrir afurðir á mörkuð- Uni hækkaði nokkuð frá mars fram í ,U 1 °8 rækjuveiði var góð enda kvót- /'n runtur. Allt þetta olli því að Standið í greininni skánaði og juiramleiðendur töldu sig geta 0r 1 ftam á við með nokkurri bjart- synj tt . ; • mrærmgar á gjaldeyrismarkaði . ,lr ,ok ársins voru hins vegar j íu’ðnaði afar óhagstæðar. Sérstak- , Va olli 10 til 12% lækkun sterl- i k'sPundsins í september í kjölfar v;ðS að kært var að miða gengi þess yaldmiðil Evrópubandalagsins og veik staða pundsins fyrir og eftir þann tíma miklu tjóni og má segja að sú þróun hafi svipt grundvelli undan arðbærri rækjuvinnslu. Gengislækk- un íslensku krónunnar í nóvember náði hvergi nærri að vinna upp það tap sem gengisfelling pundsins olli og því var árið 1992 rækjuiðnaði í heild- ina erfitt þótt nokkur bati hafi orðið frá árinu áður. Það var orðið ljóst undir lok árs- ins 1991 að blikur voru á lofti um verð og markaði fyrir hörpudisk. Far- ið var að bera á sölutregðu í Frakk- landi sem hefur verið okkar besti markaður fyrir hörpudiskafurðir undanfarin ár og óttast var að verð myndi lækka. Þessi ótti reyndist því rniður á rökum reistur. Verð lækkaði er leið á árið og sölutregðu gætti áfram. Framleiðendur reyndu í meira mæli en áður að selja afurðir sínar til Ameríku en enn ríkir óvissa um hvenær vænta megi bata. Arið 1992 var því framleiðendum hörpudisks erfiðara en undanfarin ár og er ástæða til þess að hafa áhyggjur af þróuninni. Rœkjuveiöar Samkvæmt tölum Fiskifélags Is- lands var rækjuaflinn árið 1992 sam- tals 45.689 tonn (tölur fyrir desem- ber eru bráðabirgðatölur). Þetta er úrvsiuíSSí'j aukning um 19,6% frá árinu 1991 þegar aflinn var 38.209 tonn sam- kværnt sömu heimildum. Kvótaárið september 1991 til ágúst 1992 var Ieyft að veiða 41 þúsund tonn af rækju og þar af 6.000 tonn af inn- fjarðarrækju. Rækjustofnar við ísland virðast vera í góðu jafnvægi og rækju- veiðiheimildir fyrir yfirstandandi kvótaár eru 47.200 tonn, þar af 7.200 tonn af innfjarðarrækju. Auk þess afla sem fékkst af íslandsmiðum voru rúmlega 3 þúsund tonn af iðn- aðarrækju keypt til landsins. Vinnsla og verömœti rœkjuafuröa Á árinu 1992 voru flutt út 22.891,3 tonn af rækjuafurðum fyrir 7.678,6 milljónir króna. Þetta skipt- ist þannig að útflutningur skelflettrar rækju var 12.742,3 tonn að verðmæti 5.245,9 milljónir króna. Það er aukning í verðmætum um 19,5% frá árinu áður og 16,7% í magni. Alls voru flutt út 6.416 tonn af rækju í skel að verðmæti 1.847,3 milljónir króna. Það er 9,4% aukning í magni en 1,1% minnkun í verðmæti. Auk þessa voru flutt út 3.663 tonn af nið- ursoðnum rækjum að verðmæti 583,2 milljónir króna og 70 tonn af rækjumjöli að verðmæti 2,2 milljónir króna. I heildina jókst verðmæti 3. TBL. 1993 ÆGIR 1 15

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.