Ægir - 01.03.1993, Qupperneq 21
a framleiðslu niðursoðinna rækjuaf-
Ur^a auk þess að framleiða lausfrysta
pillaða rækju.
A árinu hóf Lagmetisiðjan í
rindavík aftur framleiðslu, nú í
eigu Fiskaness hf„ en ráðgert er að
'erksmiðjan framleiði grásleppukaví-
ar’ ræk)u og niðursoðna lifur.
^amkeppnisstaöan
Samkeppnisstaða íslensks lagmet-
‘Si na^ar á öllum helstu mörkuðum
er jeik. Þróunin undanfarið hefur
'erið okkur mjög óhagstæð, en íjöldi
er endra framleiðenda hefur samein-
ast 'T’ i f
• -U- er nú mestöll framleiðsla og
rei lng lagmetis frá Skandinavíu á
einni hendi, í eigu sænsku sam-
teypunnar Procordia (áður ABBA/
"JARINA/GLYNGÖRE-LIM-
^ö). Þessi þróun hefur m.a. leitt
1 Pess að framleiðsla fjölda vöru-
.,° ^a hérlendis hefur dregist saman.
Vær afurðir hinsvegar, niðursoðin
* ía °8 grásleppukavíar, standa upp
amtals nam útflutningur þessara
afurða um 85% af heildarútflutningi
lagmetis, rækja 584 milljónir króna
að fob-verðmæti og grásleppukavíar
606 milljónir króna.
Nýr samningur um EES mun gera
samkeppnisstöðu okkar enn lakari,
sérstaklega eftir inngöngu Noregs,
Svíþjóðar og Finnlands í EB. Sam-
kvæmt „bókun sex“ eru grá-
sleppukavíar og niðursoðin rækja án
tolla inn í EB, en þessar tegundir eru
afgerandi í framleiðslunni hérlendis,
m.a. vegna innflutningstolla á öðrum
afurðum. Hinn nýi EES samningur
breytir engu um tollameðferð á nið-
ursoðnum og niðurlögðum síldaraf-
urðum, sem áfram verða tollaðar
með 10% inn í EB. Niðursoðin
fisklifur mun hinsvegar hljóta fimm
ára lækkunarferil og enda í 3% ásamt
nokkrum öðrum tegundum, sem
ekki eru lengur framleiddar til út-
flutnings.
A sama tíma og þróunin erlendis
er í átt til sameiningar og aukinnar
samvinnu söluaðila, fer útflutnings-
aðilum á lagmeti hér á landi fjölg-
andi. Staðan í iðnaðinum nú er svip-
uð og í upphafi áttunda áratugarins
áður en framleiðendur sameinuðust
innan vébanda Sölustofnunar lag-
metis. Þá kepptust innlendir fram-
leiðendur við að bjóða niður verð
hver fyrir öðrum. Hefur þessi at-
burðarás nú endurtekið sig og er hún
staðfest með fækkun vörutegunda,
samdrætti í útflutningi og lágu af-
urðaverði þrátt fyrir fjölgun söluað-
ila.
Útlit og horfur
Eins og áður hefur komið fram
eru helstu útflutningsafurðir okkar
niðursoðin rækja og grásleppu-
hrognakavíar. Einnig er mjög gott út-
lit með sölu á niðursoðinni fisklifur,
en því miður er henni að mestu hent
í sjóinn við aðgerð um borð í veiði-
skipum. Nauðsynlegt er að tryggja
þessari vinnslu hráefni þar sem mark-
aður íyrir niðursoðna fisklifur frá ís-
Iandi er vaxandi eftir hrun vinnsl-
unnar í Danmörku.
3, TBL. 1993 ÆGIR 123