Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1993, Page 33

Ægir - 01.03.1993, Page 33
Þá veiddust allmargar fisktegundir sem til skamms tíma hafa verið taldar s)aldséðar en eru það varla lengur. Meðal þessara tegunda má nefna: fhslaháf, Apristurus laurussonii, jen- sensháf, Galeus murinus, svartháf, Centroscyllium fabricii, gljáháf, Cen- ’toscymnus coelolepis, þorsteinsháf, ^entroscymnus crepidater, flatnef, b^eania calceus, dökkháf, Etmopterus princeps, loðháf, Etmopterus spinax, skjóttu skötu, Raja (Amblyraja) hperborea, pólskötu, Raja (Rajella) fyllae, berhaus, Alepocephalus agassizii, gjölni, Alepocephalus bair- dii, slóans gelgju, Chauliodus sloani, u88a' Scopelosaurus lepidus, digra getrsíli, Magnisudis atlantica, stóra getrsíli, Paralepis coregonoides, trj°nuál, Serrivomer beani, álsnípu, ^emichthys scolopaceus (reyndar veiddist ein slík í september SA af Grímsey í rækjuvörpu á 275 m dýpi °§ mun hún ekki hafa fengist oft þatna á norðurslóð þótt algeng sé V|ða djúpt undan SV landi), búrfisk- ur, Hoplostethus atlanticus, bjúg- tanni, Anoplogaster cornuta, urrari, Eutrigla gunardus o.fl. tegundir eins og flestar mjórategundirnar (Lycodes). Nokkra fiska er eftir að greina ná- kvæmlega til tegundar m.a. vegna skemmda, þar á meðal eru sogfiskar og mjórar. Geta má þess að nokkur lengdar- met voru sett árið 1992. Lengsta blá- góma sem veiðst hefur hér við land fékkst á grálúðuslóð vestur af Víkurál í júníbyrjun. Var hún 124 cm. Þá veiddist 142 cm langur hlýri á Papa- grunni í mars. Var hann 32 kg slægð- ur. I maí veiddist 44 cm sandkoli við Vestmannaeyjar og gæti það jafnvel verið heimsmet. Loks fékkst 122 cm löng grálúða vestan Víkuráls í maí. Af öðrum sérkennilegheitum má nefna geirnyt sem veiddist út af Berufjarðarál í maí og var með annað augað tvískipt og virtist því vera þrí- eygð. Lýsingar á öllum þessum fiskteg- undum, lífsháttum þeirra, útbreiðsiu o.s.frv. er að finna í bókinni „íslensk- ir fiskar“ 2. útg. 1992. Eftirfarandi skip og bátar veiddu ofangreinda fiska: Arney KE, Árbakur EA, Bjarni Sæmundsson RE, Danski-Pétur VE, Engey RE, Gestur SU, Gissur ÁR, Helga RE, Hersir HF, Hoffell SU, Hrafn Sveinbjarnarson GK, Hrísey SF, Hvanney SF, Höfðavík AK, Jó- hann Gíslason ÁR, Jón Vídalín ÁR, Júlíus Geirmundsson ÍS, Ljósafell SU, Ljósfari GK, Már SH, Oddeyri EA, Rauðinúpur ÞH, Sjóli HF, Skálafell ÁR, Stefnir ST, Sturlaugur Böðvarsson AK, Sunnutindur SU, Sæbjörn IS, Víðir Trausti EA, Þinga- nes SF, Þórsnes SH og Ymir HF. Sérstakar þakkir eru færðar þeim Aðalsteini Aðalsteinssyni, Árna Jóni Konráðssyni Engey RE, Eyþóri Þórð- arsyni Hrafni Sveinbjarnarsyni GK og Magnúsi Þorsteinssyni Ymi HF. Eigendur skipa og báta, skipstjórar SIGLINGAMÁLASTOFNUN RÍKISINS vill aö gefnu tilefni minna skipstjóra og eigendur skipa og báta á aö samkvæmt lögum er skylt aö láta skoöa árlega öll skip og báta stærri en 6 metra aö lengd. Ennfremur viljum viö benda kaupendum skipa og báta á að ganga ætíö úr skugga um að iögbundnar skoðanir hafi farið fram, svo og skuldaskil, og tilheyrandi búnaöur fylgi viö eignaskipti. Siglingamálastjóri 3. TBL.1993 ÆGIR 135

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.