Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1993, Síða 44

Ægir - 01.03.1993, Síða 44
Skiptir máli hvaö kallaö er stofnstœrð? Nú gætu menn sagt að það skipti ekki meginmáli hvort fiskifræðingar miði við hina raunverulegu stofnstærð ald- urshópanna eða stofnstærðina í byrjun árs sern er næsturn helntingi stærri eða stofnstærðina í lok árs sem er hátt í helmingi rninni. Aðalatriðið sé að mæla bara einhverja stærð og þá sömu ár frá ári svo hægt sé að fylgjast með því hvort þorskstofninn stækkar eða minnkar. En vissulega skiptir það meginmáli hvort stofnstærðin er mæld eða eitt- hvað allt annað, hvort hún er 61, 100 eða 33, hvort veitt er 90% af stofninum á hverju ári eða aðeins 55%, hvort sókn- in er meira en fjórföld kjörsókn eða minna en þreföld kjör- sókn. Fæðuþörf þorsksins fer t.d. eftir stofnstærð og tekur engum stökkbreytingum urn áramót. Þorskar í þverrandi sjóði skyldu ekki oftaldir, hver þorskur sem tekinn er fram yfir jafnstöðuafla minnkar stofnstærðina um einn þorsk en hann minnkar stofnstærð í byrjun árs um hátt í tvo þorska. Hver er þá stofnstœrö þorsksins? Fiskifræðingar mæla veiðidánartölur þorsksins rétt en þeir gefa beinlínis upp rangar stofnstærðir. Staðreyndin er að veiðistofn porsksins maldist ekki nema 450pús. tonn á ár- inu 1992 og það kann ekki góðri lukku að stýra ef fiskifrœð- ingar halda (því fram) að hann hafi verið 636þús. tonn. Vit- urlegra vœri hjá þeim að benda á að þorskstofiiinn verði í lok þessa árs ekki nema 306þús. tonn samkvamt sömu reikning- um. En þessir reikningar eru reyndar ekki réttir. Stofnstærð í byrjun árs eða lok árs er fyrst og fremst reiknistærð og í raun er út í hött að margfalda þá stærð með meðalþyngd þorsksins á árinu. Þeim „stofnþunga“ sem út úr því kemur nær veiðistofn þorsksins aldrei. Einungis stofnstærð ársins hefur raunverulega þýðingu sem stofnstærð og hún mældist sem sagt 450 þús. tonn á þessu ári, 1992. Er fjöldi þorska í sjó ofmetinn? Vissulega er stofninn verulega ofmetinn ef reiknað er með því að hann sé 636 þús. tonn (227 millj. þorskar) þeg- ar hann mælist aðeins 450 þús. tonn (166 milljónir fiska). En mælingin sjálf gæti líka verið alvarlegt ofmat alveg fyrir utan þessa rangtúlkun hennar. Stærð hvers árgangs er ekki fullkomlega þekkt fyrr en hann er uppveiddur. Fyrr þarf að spá fyrir um framtíðarafla úr honum og hætt er við að út- koman verði of há þegar stofninn er á niðurleið. Skýrsla Hafró í fyrra ofmat t.d. „stofnþungann" í ársbyrjun í fyrra urn 210 þús. tonn. Ég óttast því að þessar fyrstu tölur um stofninn 1992 muni eins og undanfarin ár reynast allt of háar og að stofnstærðin hafi í raun verið allt að 100 þús. tonnum minni, eða nær 350 þús. tonnum. Mikið er geymt af kvóta til næsta árs og ég sé ekki ástæðu til að ætla að sóknin 1992 hafi í reynd minnkað svo sem lesa má úr skýrslunni heldur stafi sú sýndarminnkun af ofmati stofns- ins. Er þyngd þorska í sjó ofmetin? Reynt er að hlífa minnsta þorskinum, t.d. með stórum möskvum, þannig að það sé a.m.k. ekki verið að veiða mik- ið af þriggja ára þorski. En þorskaflinn byggist nú aðallega á fjögurra og fimm ára smáþorski sem er ekki rnikið stærri og við slík skilyrði skiptir val veiðarfæranna mjög rniklu máli. Um helmingur þorskfjöldans í veiðistofni þorsksins er fjögurra ára fiskur. Af honum veiðast fyrst og frernst stærstu einstaklingarnir og aldurshópurinn skilar sér best i veiðarfærin á síðari hluta ársins, eftir vöxt sumarsins. Það má því ljóst vera að meðalþyngd þorskanna í sjónum er mun minni en meðalþyngd þeirra fjögurra ára þorska sem dregnir voru á land á árinu. Veiðarfærin hlífa einnig að verulegu leyti minnsta fimm ára fiskinum svo þyngd þess aldurshóps í sjó hlýtur líka að vera ofmetin og þessi áhrif veiðarfæranna gætu verið í einhverjum mæli til staðar fyrir enn eldri fisk. Er stœrö hrygningarstofnsins ofmetin? Af kynþroska þorskum í sjó er nú meira en helmingur aðeins 3-5 ára. I sjálfu sér er það ekkert skrítið þó að stor hluti af þeim 4-5 ára fiski sem veiðist á hrygningarslóð a hrygningartíma sé kynþroska. Aftur eru það veiðarnar sem velja úr stofninum fremur en taka úr honum af handahófi sýni með sömu samsetningu og stofninn. Þetta þýðir þvi ekki að jafnhátt hlutfall af stofni þessara smáfiska sé kyn- þroska. Tel ég afar ólíklegt að hrygningarstofninn 1992 hafi verið 250 þús. tonn eins og hann er talinn vera i skýrslu Hafró. Þrátt fyrir risaárgangana 1983-84 og nýlega Grænlandsgöngu reiknast mér hann vera aðeins rétt rum 200 þús. tonn og minnkandi. Þá miða ég við það kyii' þroskahlutfall sem nrælist í afla ársins sem og við þann þorskfjölda og þyngd sem Hafró gefur upp, þó ég telji reyndar allt þrennt ofmetið eins og frarn kemur hér að framan. Finnst mér því ekkert ólíklegt að hrygningarstofii' inn sé nú í raun vel innan við 200 þús. tonn. Túlkun 146 ÆGIR 3. TBL. 1993

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.