Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Blaðsíða 29
Olcur otj skyld brot. 91 heimtukrafan getur því hvílt á A, þótt B skuli refsa fyrir okurbrotið. Lögráðamaður barns hefur t. d. oftekið vexti af fé skjólstæðings síns. Þá yrði skylt að endurgreiða þá af fé hans, en lögráðamaður yrði refsisekur. Sönnunarbyrði um oftöku vaxta hvílir auðvitað á þeim, sem endurheimtukröfu gerir. Honum verður nægilegt að sanna það, að vextir hafi verið greiddir þeim, sem krafan er á hendur gerð, hvernig sem sanmingar hafa verið, þeg- ar til láns var stofnað, og hver sem að þcim löggerningi hefur staðið. Ef endurheimtukrafa er gerð í opinberu máli, jafnhliða refsikröfu, þá ber dómara að afla gagna til stuðn- ings kröfunni og fá öll atriði skýrð eftir föngum, þau er endurheimtukröfu varða, sbr. 145. gr. laga nr. 27/1951. Endurheimtukrafa um oftekna vöxtu mun fyrnast á 10 árum, talið frá þeim tíma, er greiðsla fór fram, sbr. 2. tölul, 4. gr. laga nr. 14/1905. Fjögurra ára fyrningar- frestur samkvæmt 5. tölul. nefndra laga kemur varla til greina, því að greiðsla oftekinna vaxta fer ekki fram, að minnsta kosti ekki venjulega, vegna rangrar ímyndunar um skuld eða í von um endurgjald, sem hefur brugðizt, enda hefur lánardrottinn eða umboðsmaður hans framið refsivert verk, svo að 4 ára fyrningarfrestur kemur naum- ast til greina, sbr. niðurlagsákvæði 5. tölul. 3. gr. laga nr. 14/1905. Þótt reglur 81. gr. hegningarlaganna væru taldar notandi analogice um saksókn fyrir okurbrot, þá mundi það eigi skipta máli um fyrningu endurheimtu- kröfu. Þó mundi endurheimtukrafan víst ekki fyrnast, meðan refsing yrði dæmd þeim á hendur, sem oftekna vextil hefur fengið eða til þeirra hefur stofnað, sbr. 16. gr. laga nr. 14/1905. Þegar óleyfilegri vaxtatöku er svo háttað, að okur- vextir eru greiddir með öllu fyrir fram, þegar lán er veitt, t. d. með afföllum á lánsfjárhæð, þá mundi fyrningar- frestur sjálfsagt teljast frá upphafi lánssambandsins. Þegar inir ofteknu vextir hafa verið greiddir í pen- ingum, sem og tíðast er, þá skal auðvitað endurgreiða þá fjárhæð, sem oftekin var. En ef sérgreindur hlutur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.