Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Blaðsíða 53
Meöferö einkamdla í liéraöi. 115 andi skal svo þegar eða eftir frestun máls leggja fram greinargerð sína, þar sem hann tjáir sig um kröfur sækj- anda og atvikalýsingu og gerir kröfur sínar, 105. og 106. gr. Til þess er ætlazt, að greinargerðir þessar séu stuttar og gagnorðar, og að nánari túlkun alls þess, sem aðiljar telja máli skipta, fari fram í munnlegum eða skriflegum flutningi málsins eftir að gagnasöfnun er lokið. Greinar- gerðir eiga aldrei að vera fleiri en ein af hálfu hvors aðilja. 2. Að greinargerðum fram lögðum ber dómara að at- huga það, hvort nokkrir þeir gallar séu á málatilbúnaði eða sakarefni sé svo vaxið, að frávísun máls varði, hvort sem það er samkvæmt kröfu verjanda eða án hennar, og kveða upp dóm eða úrskurð þar um. Kæra má niðurstöðu dómara um þessi atriði samkvæmt 198. gr. laganna, og hvílir þá málið á meðan. 3. Næsta skref dómara er ákvörðun um munnlegan eða skriflegan málflutning, og er munnlegur málflutningur aðalreglan samkvæmt 109. gr. 4. Að þessu loknu skal taka ákvörðun um frest til öfl- unar gagna, svo sem vitnaleiðslna, öflunar skjala, mats- gerða eða skoðunar, aðiljaskýrslna o. s. frv. Að þeim fresti loknum eða framhaldsfresti, ef ástæða verður til, hefst mál- flutningur. Ef hann er skriflegur, má hvor aðilja leggja fram af sinni hendi tvisvar sókn og vörn og eigi oftar. Ef málflutningur er munnlegur, má hvor aðilja tala tvisvar — og eigi oftar. 5. Dómara ber að fylgjast með öllu, sem í máli hefur fram komið fyrir dómi. Ef málflytjandi er ólöglærður maður, sem ekki gerir sér málflutning að atvinnu, ber dómara að leiðbeina honum samkvæmt 114. gr. Þessi ákvæði, sem nú hafa greind verið, gilda og um skiptagerðir, fógeta og uppboðsmál, svo sem við verður komið, 223. gr. Vera má, að sumum þyki þarfleysa að rekja þessi ákvæði laga nr. 85/1936 nú, er lög þessi hafa gilt vel hálfan annan áratug. En samt sýnist ekki vanþörf á því að vekja athygli á þeim ákvæðum laganna, sem héraðsdómarar virðast helzt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.