Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Blaðsíða 16
án Jóhann Stefánsson, hæstaréttarmálaflutningsmann, i
nefndina og var hinn fyrstnefndi formaSur liennar.
Samdi nefndin frumvarp til laga um meðferð einka-
mála í 'héraði, og báru þeir Bergur og Stefán, sem báðir
voru þingmenn, það fram á ATþingi árið 1933, en frum-
varpið var eigi útrætt.
Samkvæmt 29. gr. frumvarpsins skyldu lögmenn, tveir
eða fleiri, fara með dómsstörf i einkamálum í Reykja-
vík og dómsmálaráðherra ákveða verkaskiptingu þeirra.
Þá skvldi ráðherra samkvæmt 33. gr. 4. mgr. vera rétt
að löggilda fulltrúa héraðsdómara til að framkvæma alls-
konar dómsathafnir í forföllum héraðsdómara eða vegna
annríkis og' á hans ábyrgð.
í greinargerð frumvarpsins var sagt, að þetta seinasta
ákvæði væri i samræmi við 1. gr. laga nr. 79, 1919 og
bætt við: „Virðist ekki vera vandliæfi á því, að sams-
konar heimild, sem veitt er í Reykjavík samkvæmt þeim
lögum, verði einnig látin ná til annarra lögsagnarum-
dæma.“
Þeir Bergur og Stefán fluttu frumvarpið aftur á Al-
þingi árið 1936 og var það þá samþykkt. Eru það lög nr. 85,
23. júni 1936. Noklcrar breytingar urðu þó á frumvarp-
inu í meðförum þingsins, meðal annars þær, að felld var
niður fjölgun lögmanna i Reykjavik, en i staðinn bælt
við nýrri málsgrein við 33. gr. frumvarpsins, svohljóð-
andi:
„Dómsmálaráðherra getur með reglugerð ákveðið að
fulltrúar lögmannsins í Reykjavík, einn eða fleiri, hafi
með höndum, undir eftirliti lögmannsins, hvers konar
dómsatliafnir, og skal i reglugerðinni nánar ákveðið um
þá starfstilhögun.“
Magnús Guðmundsson gerði eftirfarandi grein fvrir
þessari málsgr.:
„Samkvæmt henni fá fulltrúar lögmanns meira vald
og frjálsræði en verið hefur. Þetta er gert með tilliti til
10
Tímarit lugfræðinga