Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Blaðsíða 38
Hæstiréttur hann ábvrgan fvrir þeim störfum, en alls
ekki embættisdómarann. Er þvi ljósl, að fulltrúinn lilýt-
ur einnig að bera siðferðilega ábyrgð á dómaraverkum
sinuni og þeirri ábyrgð getnr liann hvorki deilt með em-
bætlisdómaranum nc öðrum.
Því er ekki bægt að tala um siðferðilega ábyrgð em-
bættisdómara á dómaraverkum fulltrúa.
7. Mismunandi staða — en að visu ekki réttarstaða
— em])æltisdómara og fulltrúa keniur fram í því, að
dómfulltrúar í Reykjavík liafa ekki verið taldir hlutgengir
meðlimir og þvi ekki fengið inngöngu i félagsskap dóm-
ara, áður Félag liéraðsdómara en nú Dómarafélag Islands
— og það jafnvel þó að í félagsskapinn hafi verið teknir
mennn, sem aldrei liafa gegnt dómarastörfum, livað þa
verið embættisdómarar. Á sama tima hafa dómfulltrúar
(réttilega) verið fjarlægðir úr Lögmannafélagi Islands
á þeim forsendum að þeir væru dómarar.
VIII.
Sýnt hefur verið fram á, að fulltrúar sakadómara og
líorgardómara eru nú orðnir aðal dómendur landsins í
héraði. Eigi að siður er réttarstaða þeirra sú, sem í VIII.
kafla getur.
Er þvi eðlilegt að sú spurning vakni:
Hvers vegna er ekki þetta fulltrúafvrirkomulag lagt
niður, og í staðinn sl-iipaðir sjálfstæðir dómarar, embættis-
dómarar, í sakadómi og borgardómi Reykjavíkur?
Og ennfremur:
Hverjar röksemdir gælu verið til gegn þeirri breytingu?
1. Aðal röksemdin, sem færð hefur vei’ið fram gegn
breytingu þessari er sú, að hún myndi valda fjölgun em-
bættismanna og þar með auknum útgjöldum ríkissjóðs.
En staðreyndir eru þessar:
Fulltrúar fara með dómsstörf, sem rikisskipunarinnar
vegna verður að vinna. Lögbrot liggja i landi og laga-
þrætur eru tiðar. Þvi eru störf þeirra, sem með dómsmál
32
Timnril lögfrœðinga