Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 9
ísland“. Bandið í síðar greindu nafni er þýðingarmikið. Það sýnir, að landnámsmennirnir höfðu ekki í hyggju að mynda nýtt ísland, lieldur þing (Vatnsþing) eða eins- konar goðorð, sem þeim fannst sjálfsagt að kalla „Nýja- ísland“. Fvrstu linurnar í Stjórnarlögum Nýja-íslands eru á þessa leið: „Stjórnarlög Nýja-íslands. 1. kafli: Skipting Nýja-Islands. Landnám íslendinga í Nýja-lslandi nefnist Yatnsþing.“ Sambandið milli stjórnarinnar í Ottawa og lýðræðis- fjTÍrkomulagsins í Nýja-íslandi var ljóst þeim, sem stjórnarlögin sömdu engu síður en hinuin fornu goðum var augljóst sambandið milli goðorðanna og Alþingis. Ein af athvglisverðustu greinunum í stjórnarlögunum er 5. gr. í kafla nr. XIV: „5. gr. Flutningur mála við vfirstjórnina. Hann (þingmálastjórinn) skal flytja öll þau mál, er þingið varða og ganga þurfa til yfirstjórnarinnar, og til- kynna byggðastjórum allar fyrirskipanir hennar, að því er þingið snertir.“ Sagan getur þess ekki, að þingráðsstjórinn hafi fengið margar fyrirskipanir frá yfirstjórninni. Traust og tiltrú yfirvaldanna voru þau beztu meðmæli, sem Islendingar gátu fengið. I stjórnarlögunum er samið um kosningarrétt, kjör- gengi, byggðanefndir og þingráð. Þinginu, sem kallað var Vatnsþing, var skipt í fjórar byggðir eða byggðalög. Þingráðsstjórinn slcipaði embætti svipað fylkisstjóra, nema að þvi leyti, að liann var kosinn af hyggðanefndar- mönnum þingsins. I liverju byggðarlagi var kosin 5 manna byggðarnefnd, einnig tveir sáttasemjarar og einn varasáttasemjari. Hver byggðarnefnd kýs sinn byggðar- stjóra og varabyggðarstjóra. Kosningarétt á hver maður, sem er 18 ára að aldri „og hefur óflekkað mannoi'ð“, þessi siðarnefndu orð munu Timarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.