Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 11
inni, sem ritstjórinn, Jón Guðmundsson, samdi og bar
út meðal byggðarbúa. Hann kallaði blaðið Nýja Þjóðólf.
Alls komu út fimm tölublöð eitt eintak af bverju, en
næsta ár, 1877, tók Framfari við, prentað blað gefið út
á Lundi. Það entist í þrjú ár, síðan tólc við Leifur í
Winnipeg, og bafa íslenzk blöð verið gefin út síðan
vestan hafs.
Það, að gefa út skrifað blað innan þriggja mánaða
eftir að landnámið bófst, er einsdæmi i landnámssögu
Ameriku, en þó var þetta engin tilviljun. Um tveimur
áratugum síðar, eða einu ári eftir að íslendingabyggð
bófst í Tantallon, sem þá var utan fylkislandamæra, nú
Saskatchewan, kom Jón Hjaltalín, bæfileikamaður mikill,
blaði af stað, sem bann nefndi Frumbýling. Hann las
það á samkomum og fór oft með það fótgangandi frá
einu búsi til annars.
Væri það fjarstæða að segja, að hið sama hafi komið
i ljós í hugarfari þessara manna, sem kom landnáms-
mönnunum fornu til að varðveita það, sem þeir fluttu
jneð sér og síðar varð aflvaki hinnar miklu gullaldar
islenzkra bókmennta? Ég aðeins spyr.
Skólar.
Strax veturinn 1876 var stofnaður skóli. Það er í sjálfu
sér ekki undravert, heldur hitt, að hann var stofnaður
til að kenna ensku.
Fyrsti kennarinn var Carrie Taylor, frænka Jolm Tay-
lor. Síðar giftist hún einum landnemanum og varð bezti
íslendingur.
Skólakennslu var baldið áfram, en slitrótt, algerlega
á kostnað byggðarbúa, og því var ekki breytt fvrr en
1887, ei' Gimli sveit var mynduð.
Sú staðrevnd, að undir eins var bugsað um að kenna
ensku, er athyglisverð. Menn fundu til þess, að bér var
verið að byggja nýtt land, og enskan var þjóðtungan.
Maður getur naumast stillt sig um að láta hugann reika
Tímarit lögfræðinga
9