Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Side 23
að eign sé nothæf, t. d. viðgerð til að gera skip sjófært, sbr. Hrd. II, bls. 952. Hér er það skilyrði baldsréttar, að um neyðaraðstöðu bafi verið að ræða. Þegar svo stendur á, er eigi nauð- synlegt, að beiðni komi frá eiganda um aðstoð. En það er skilvrði, að eigandi sjálfur, eða þeir, sem bann kveð- ur til, geti ekki gert þær ráðstafanir, sem þörf er á. Það er og skilyrði, að umrædd eign bafi verið eða hafi við björgunarráðstafanirnar komizt í vörzlu baldsréttar- hafa. Hér er aðalatriðið, að aðgerðir til björgunar eða varðveizlu bafi verið óumflýjanlegar, en eiganda ókleift að hlutast til um viðeigandi ráðstafanir. Þegar svo stend- ur á, er óeðlilegt, að eigandi geti krafizt þess að fá blut- inn í sínar bendur, án þess að endurgjalda björgunar- manni það, er bann hefur lagt í sölurnar. Hér virðist því rétt að játa haldsrétti samkvæmt eðli máls, enda sýn- ist eigi með slíkri reglu á neinn bátt hallað á eiganda. Þvílík regla virðist talin gilda i Danmörku.1) Vera má, að í sumum þessara tilvika, yrði talið um að ræða lög- veðsrétt samkvæmt eðli máls. Sennilega mvndi svipuð regla gilda, þegar maður í grandleysi jiefur kostað upp á eign, er bann hafði rétt- mæta ástæðu til að ætla sína, en síðar er brigðað frá bonum, t. d. af því, að sá, sem seldi bonum eignina, var ekki réttur heimildarmaður að henni. Þá sýnist eðli- legt, að vörzlumaður eigi baldsrétt gagnvart brigðanda til tryggingar kröfu sinni um endurgreiðslu þess fjár, er hann hefur varið til endurbóta á eigninni.2) 3. I lögum sumra þjóða eru sérstök ákvæði um halds- rétt i eign, sem tjón hefur af blotizt, t. d. í dýrum, sem hafa valdið tjóni. Vörzlumanni slikrar eignar er þá heim- ilað að halda henni þangað til eigandi bennar hefur bætt 1) Sbr. Torp, Dansk Tingsret, bls. 759—60 og Vinding Kruse, Ejendomsretten, IV, bls. 1954—55. 2) Vinding Kruse, Ejendomsretten, IV, bls. 1955. Tímarit lögfræðirtga 21

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.