Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 25
an inn, án þess að setja á liann band. Innsetjandi ábyrg- ist, ef féið treðst undir af húsþröng, eða hús fellur á fén- aðinn eða garður, nema því aðeins, að fénaðurinn felli sjálfur ofan á sig. Innsetjandi ber enga ábyrgð á.því, þótt féið stangi livert annað til bana. Samkvæmt þessu á innsetjandi að fara svo með fénaðinn sem góður og skynsamur maður myndi gera. Réttur ágangsþola liggur í því, að liann á rétt á að taka ágangsfénaðinn undir um- sjón sína og halda lionum unz uslagjöld eru greidd. Ef eigandi vill eklci út leysa, skal féið standa inni til fimmt- ar, þ. e. þangað til fimm dagar eru liðnir, frá innsetn- ingu, en að þeim fresti liðnum má selja það. Samkvæmt cðli málsins og með hliðsjón af ákvæð- um laganna um innsetning húfjár, er líklegt, að halds- rétti yrði hér játað til tryggingar bótagreiðslu fyrir tjón, sem orsakazt hefur af liltekinni eign annars manns, enda verður hald anðvitað aðeins lagt á þá tilteknu eign, sem skaðinn er sprottinn af. IV. Ilvers konar eign sem er, gelur út af fyrir sig verið andlag baldsréttar, jafnt fasteignir sem lausafjár- munir, jafnvel hlutir, sem aðeins liafa minjagildi fyrir eiganda en eigi almennt fjárgildi, t. d. sendibréf (bréfa- söfn. Sumir virðast að vísu vera þeirrar skoðunar, að hald yrði ekki lagt á fasteignir, en sú slcoðun fær naum- ast staðizt.1) Það þyrfti sérstaka lagaheimild til að undanskilja fasteignir haldsrétti, en slík lieimild er ekki fyrir hendi. Hitt er annað mál, að í reyndinni verður sjálfsagt fátítt, að hald sá lagt á fasteignir. Allir Iausa- fjármunir, sem geta verið vörzlu undirorpnir, geta verið andlag haldsréttar, þ. á m. skuldabréf og skjöl. Mál- flulningsmenn eiga t. d. lialdsrétt i málsskjölum til trygg- 1) Sbr. Einar Arnórsson, Tímarit lögfræðinga, II. árg., bls. 240, en þar segir: „Handveð og haldsréttur er bundinn við lausafiármuni.“ Það virðist ekki rétt að setja haldsrétt að þessu leyti á bekk með handveði, sbr. Hrd. XX, bls. 365, þar sem gert sýnist ráð fyrir haldsrétti á fasteign. Tímarit lögfræðinga 23

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.