Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Page 33
til viðræðna dómara i veröldinni um sameiginleg vanda-
mál, sem sífellt eru að vaxa með bættum samgöngum
þjóða í milli, svo og gera tillögur um lausn þeirra. Má
hér nefna sem dæmi þann mikla vanda, sem megin-
landsrikjum Evrópu er einkum á höndum, hæði lög-
gjafa, löggæzlu og dómstólum, með tilkomu bifreiða
og milljónaflutningum ferðafólks landa í milli. í sam-
bandinu eru aðeins dómarafélög eða samtök þeirra og
nú 12 þjóða, eins og fyrr segir. Fulltrúar þeirra skipa
framkvæmdastjórn, sem kýs forseta, varaforseta og aðal-
ritara sambandsins. Atliyglisvert er að í mörgum rikj-
um teljast saksóknarar vera bluti af dómstólaskipaninni
og geta þeir þvi verið í samtökum dómara og þá einnig
í alþjóðasambandi þeirra. Þá er dómarasamtökum og
einstökum dómurum heimilt að mæta á þingum sam-
bandsins og liafa þar málfrelsi og tillögurétt þó að sam-
tök þeirra séu ekki fullgildir meðlimir þess. Hafa dóm-
arar fjölmargra landa notað sér þennan rétt og mættu
þannig á fyrsta þingi þess 1100 manns frá 32 löndum.
Forsetar sambandsins bafa verið Vincenco Chieppa,
forseti hæstaréttar (Corte supreme di Cassazione) ítaliu,
Jean Reliquet, saksóknari áfrýjunarréttarins i París og
núverandi forseti Frédéric Dumon, saksóknari í áfrýj-
unarréttinum (Cour de Cassation) og prófessor við há-
skólann í Bruxelles.
II.
Annað alþjóðaþing dómara var haldið í Haag i Hol-
landi 1963, eins og fyrr segir, dagana 10. til 14. júní-
mánaðar. Atvikaðist svo, að ég sótti þingið. Komu þang-
að um 750 karlar og konur frá 28 þjóðlöndum, 17 í
Evrópu, 5 í Asiu, 4 i Ameríku og 2 i Afriku auk áheyrn-
arfulltrúa frá Interpol, alþjóðalögreglunni. Enginn var
þó mættur frá hinum kommúnistisku rikjum. Þinginu
var sýnd sú sæmd að Júliana Hollandsdrottning var
verndari þess. Það var sett og haldið í Riddarasalnum
Timarit lögfræðinga
31