Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Blaðsíða 11
Ríkisstjórnin fól prófessor Einari Arnórssyni að semja
frumvarpið. Var það lagt fyrir lAIþingi sumariS 1919 og
samþykkt þar óbreytt í öllurri höfuðatriðum. Lögin voru
staðfest af konungi 6. október, en komu til framkvæmda
1. janúar 1920. Æðsta dómsvald þjóðarinnar, sem erlendir
nienn böfðu farið með um hálfa sjöundu öld, var nú aftur
í böndum hennar sjálfrar.
I 1. gr. bæstaréttarlaganna segir, að stofna skuli Hæsta-
rétt á Islandi, og sé dómsvald Hæstaréttar Danmerkur i
íslenzkum málurn jafnframt afnumið. Samkvæmt 54. gr.
riáði þó dómsvald Hæstaréttar íslands ekki til mála, sem
stefnt bafði verið til Hæstaréttar Danmerkur fyrir gildis-
töku laganna. Þannig atvikaðist, að síðasti dómur hans
í íslenzkum málum var kveðinn upp 29. nóvember 1921,
eð’a næstum tveimur árum eftir stofnun Hæstaréttar Is-
lands. Lauk þar með störfum Hæstaréttar Danmerkur
að islenzkum málum. Menn eru eklci á einu máli, hvenær
Hæstiréttur Danmerkur öðlaðist að fullu dómsvald hér,
an vist er, að skýlaus heimild er í kommgsbréfi frá 2.
riiaí 1732. Fyrir og rétt eftir aldamótin 1700 hafði þó
Hæstiréttur dæmt í íslenzkum málum og hrundið nokkr-
rim íslenzkum dómum. Þá var mikil óöld rikjandi og
valdsmenn þeir, sem fóru með dómsvaldið hér á landi,
höfðu í frammi mikið ofríki. Vafalaust hafa þessir dómar
Hæstaréttar Danmerkur vakið traust þjóðarinnar á rétt-
dæmi hans. Naut hann fyllsta trausts alla tíð. Kom þetta
greinilega fram i umræðum á Alþingi um hæstaréttarlögin.
Landsyfirdómurinn var lagður niður með hæstaréttar-
lögunum og dómstigunum þvi fækkað i tvö. Síðustu dómar
bans voru kveðnir upp 22. desember 1919. Hæstiréttur tók
við þeim málum, sem áfrýjað hafði verið til Landsyfir-
dónis, en eigi dæmd þar, þegar lögin gengu i gildi.
I upphafi skipuðu Hæstarétt dómstjóri og 4 meðdóm-
endur. Voru þeir skipaðir af konungi á ábyrgð ráðherra.
Meða] annarra skilyrða skyldi dómaraefni hafa sýnt það
'rieð því að greiða fyrstur dómsatkvæði í 4 málum, að
T'imarit lögfræðinga
9