Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Blaðsíða 34
RÆÐA
Kristjáns Jónssonar, dómstjóra Hæstaréttar, flutt í dóm-
sal réttarins, er rétturinn var settur fyrsta sinn 16. febr.
1920
Háttvirtu meðdómendur, háttvirtu málflutningsmenn,
háttvirtu herrar!
Þegar Hæstiréttur Islands nú í dag á að byrja starfsemi
sína, vildi ég leyfa mér að ávarpa yður, háttvirtu herrar,
nokkrum orðum, og verður mér það þá fyrst fyrir, að lita
nokkuð aftur yfir liðinn tíma. Síðustu 20 eða 25 árin hafa
fært oss Islendingum margar og miklar breytingar á þjóð-
arhögum vorum, breytingar, er jafnvel mætti kalla bylt-
ingar; mest áberandi eru að vísu breytingarnar A atvinnu-
vegum vorum, á allri verzlun, á sjávarútvegi og í'iskveið-
um, á siglingiun og samgöngum við umheiminn; allar
þessar breytingar eru vottur framsóknar af vorri hálfu,
og fara, að ég vona, í rétta átt, stefna til þjóðþrifa, og
hafa þó síðustu fimm árin, sem kunnugt er, verið á marg-
víslegan hátt mjög erfið sökum styi’jaldarinnar miklu. En
jafnframt þessari framsókn á sviði atvinniunálanna, er
aðallega liefur átt sér stað síðustu 25 árin, höfum vér sótt
fram langan veg á stjórnmálasviðinu, og það svo, að nú
erum vér komnir að því marki, er vér áður höfum þar
sett oss fremst. Eftir 67 ára nær látlausa baráttu fengum
vér fyrir rúmu ári síðan með góðu samkomulagi við með-
semjendur vora, Dani, viðurkennd með sambandslögun-
um ríkisréttindi lands vors og þjóðar á þann veg og í svo
ríkum mæli, að allur þorri þjóðarinnar hefur með ánægju
þegið þau málalok. — Eitt ákvæði sambandslaganna heim-
ilar oss að stofna æðsta dómstól hér innanlands, eða sem
það tiðast hefur verið kallað, að flytja æðsta dómsvaldið
aftur inn í landið, og hefur þetta nú verið gert, því að
32
Tímarit lögfræðinga