Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Blaðsíða 81
er það fjarri öllum sanni, að óhæfilegt sé að gagnrýna
dóma, livaða réttar sem er. Engir eru óskeikulir og ekki
heldur 3 dómarar, er sitja í Hæstarétti. Og eðlilegt er, að
menn láti í ljós óánægju sina eða andúð, gegn dómum,
er brjóta gegn réttartilfinning þeirra eða lagaskoðunum.
Það er alveg óhætt að fullyrða, að Hæstiréttur hefur
ekki undanfarin ár notið þess trausts, sem æskilegt væri.
Og eins og rakið liefur verið hér að framan, hafa hvað
eftir annað verið gerðar tilraunir til að hreyta skipulagi
réttarins, og margir óánægðir með það skipulag, sem nú
gildir. Nægir því til sluðnings að benda á öll þau frum-
vörp, sem borin hafa verið fram á Alþingi til breytinga
á hæstaréttarlögunum, gagnrýni Sigurðar sýslumanns
Þórðarsonar, áskorun hæstaréttarmálaflutningsmanna til
Alþingis og gagnrýni þá, er berlega liefur komið fram
í blöðum landsins og á Alþingi“.
Stjórnmáladeilur voru harðar á þessum árum, enda
voru flokkslínur að skýrast. Deilt var um skipulag verzl-
unarmála m. a. Urðu mikil átök á þeim vettvangi. Hæsti-
réttur var dreginn inn i þær deilur og var hæslaréttar-
dómur í máli Samhands ísl. samvinnufélaga gegn Birni
Kristjánssyni -— Hrd. II, hls. 108 — þar mjög á oddi, sbr.
og sama hindi, bls. 308. Eldri dómur einn —- sbr. Hrd. I,
bls. 377 — hafði og orðið tilefni til árása á Hæstarétt. I
lýðfrjálsu landi, þar sem mannréttindi eru virt, hlýtur
sú leið að vera opin hverjum og einum, að rökræða dóma
Ilæstaréttar eins og annarra stofnana rikisins, enda getur
slík gagnrýni liorft til hóta. En mörgum þótti sú gagn-
rýni, sem hér er vikið að, mjög úr hófi. Allsherjarnefnd
fékk frumvarpið lil meðferðax-, og leitaði hún umsagnar
Hæstaréttar, Lagadeildar Iláskólans og Málflutnings-
mannafélagsins. Allir þessir aðilar lögðust gegn því að
frumvarpið yrði að lögum. Álitsgerðirnar voru allítar-
legar. Ekki eru tök á að rekja þær hér svo nemi og vex-ður
að vísa til þeirra. Þær er að finna í Alþt. 1930, A-deild.
Álit Hæstaréttar er á þskj. 374, hls. 997—1004. Álit meiri
Tímarit lögfrœðinga
79