Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Blaðsíða 85
fiinmlardóm var til umræðu 1930, var noldcuð deilt um
það, hvenær og iivernig aukadómarar skyldu til kvaddir.
Bæði í því frumvarpi og á þskj. 185 (1935) var gert ráð
fyrir, að kennarar lagadeildar veldu aukadómara úr sín-
Um hópi. 1 frumvarpinu um fimmtardóm var lagt til, að
aðaldómarar skæru úr því með atkvæðagreiðslu, livort
kalla skyldi aukadómendur. 1 tillögunni á þskj. 185 var
liins vegar lagt til, að einn aðaldómara, en auk þess dóms-
málaráðlierra, ef um opinhert mál var að ræða, gæti
i'áðið, hvort svo skyldi gert. Flm. tillögunnar á þskj. 220
ialdi hana fram horna af hagkvæmisástæðum. Augljóst
er þó, að með lienni var framkvæmdarvaldinu fengið
ákvörðunarvaldið. Atkvæðagreiðsla í neðri deild fór svo,
að fjölgunin var samþykkt með 16 atkvæðum gegn 15.
Tillagan um að ákvæðið kæmi ekki til framkvæmdar fyrr
en fé yrði veitt til þess á fjárlögum var samþykkt með
19 atkvæðum gegn 12. Ákvæðið um kgl. tilskipun var
samþykkt með 17 samhljóða atkvæðum. í efri deild komu
fí'am margar breytingartillögur (þskj. 314. Fhn. Magnús
Guðmundsson), m. a. um, að dómaraprófið skyldi hald-
ast og dómendur vera 3. Þessar tillögur voru allar felldar
nieð 9 atkvæðum gegn 6 og frumvarpið samþykkt sem
iög með 9 atkvæðum gegn 5. í neðri deild liafði það verið
samþykkt með 17 atkvæðum gegn 14. Við allar ofan-
greindar atkvæðagreiðslur var nafnakall.
Þegar gengið var til atkvæða um dómarafjölgunina,
gerðu 5 þingmenn grein fyrir atkvæði sínu. Fyrirvari
þeirra átti að vísu við „fjárlagaákvæðið“, enda virðist til-
lagan um fjölgun hafa verið skilyrt þvi, að fjölgun kæmi
ekki til framkvæmdar fyrr en fjárlagaheimild væri fengin.
Fyrirvari greindra þingmanna var á þá leið, að sumir
töldu það „óhæfu“, en aðrir „óheppilegt“, að fjölgunin ylti
á atkvæðum fjárveitingavaldsins, því að búast mætti við,
að „hringlað“ yrði til um málið, ef þannig væri frá gengið.
Hér er rétt að vekja athygli á þvi, að ef heimildin var
notuð, kom tvennt til. Hið fyrra, að skipaðir yrðu menn
Tímarit lögfræðinga
83