Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 41
Engu að síður var flestum ljóst, að mjög illa var að dómn-
um búið og aðstaðan í rauninni óviðunandi, eins og sjá
ftiá af framangreindu. Úrbóta var þó lengi að bíða. Loks
órá svo við, að á 25 ára starfsafmæli dómsins gaf þáver-
undi dómsmálaráðherra, Fiimur Jónsson, það fyrirheit í
nafni ríkisstjórnarinnar, að nýtt húsnæði skyldi reist
handa Hæstarétti bið fyrsta. Ræða ráðherrans er birt hér
á bls. 26—27.
Við þetta fyrirheit var staðið og á árunum 1946—1948
var reist sú bygging, er dómurinn starfar nú í. Hátíðleg
athöfn fór fi*am í hinu nýja dómhúsi 19. jan. 1949, en mál
var fyrst flutt þar 21. jan. s. á. (Mál nr. 105/1946 Björn
úálsson gegn Guðmundi Sigurðssyni). Hér var um aðræða
stórfelldar endurbætur á starfsskilyrðum dómsins og í
i'auninni ekki til sparað. Hinu verður hins vegar ekki
neitað, að byggingin var og hefur reynzt talsvert gölluð,
hæð frá sjónarmiði tækni og skipulags séð. Allmiklar um-
bætur hafa verið gerðar, en aðra galla ýmsa mun seimi-
lega ekki hægt að bæta. Verður það mál ekki nánar rætt
hér. Engu að síður má telja aðbúnað dómsins nú nokkurn
veginn viðunandi.
Tímarit lögfræðinga
39