Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Blaðsíða 36
liagfelt eða viðeigandi, að íslenzkir borgarar sæki úrlausn
mála sinna til dómstóla í öðru ríki, þar sem ræður önnur
tunga, staðhættir, og lifnaðarhættir eru allir aðrir en hér,
og allt umhverfi gerólikt.
Það er vegsemd fyrir hina íslenzku þjóð, að hún nu
aftur hefur fengið æðsta dómsvald og allt dómsvald sinna
mála í sínar hendur, og það er vegsamlegt starf, sem þess-
um dómstóli er falið, að kveða upp úrslita-úrskurði í rétt-
arþrætum borgaranna, og leggja fullnaðardóma á mis-
gerningamál, en hér sannast að vísu hið fornkveðna, að
vandi fylgir vegsemd hverri, og „vandinn“, hann hlýtur
að leggjast þunglega á dómendur og málflutningsmenn,
því að í þeirra höndum eru úrslit hvers máls.
Háttvirtu málflutningsmenn! Yðar stétt er ung hér
á landi. En liún á mikla framtíð, framtíð döfnunar og
þroska. Hlutverk yðar er mikilsvert, vandasamt og á-
byrgðannikið, og hefur vandinn og ábyrgðin aukist að
stórum mun við hinar nýju réttarfarsreglur Hæstaréttar-
laganna, er hér á landi hafa áður verið óþekktar. Þér eig-
ið að húa málin i hendur dómstólnum, og þau verða dæmd
eins og þér leggið þau fyrir réttinn. Það er yðar hlutverk
að draga upp fyrir réttinum glögga, greinilega og sanna
mynd af þeim málstað, sem þér farið með. Sérstaklega
vil ég leggja áherzlu á, að það er öllu öðru fremur áríð-
andi, að myndin sé sönn, að satt sé skýrt frá atvikum
málsins og yfirleitt, að eigi sé vikið frá sannleikanum, og
hallað á hann. Ég tek Jjetta hér fram fyrir Jdví, að á þessu
hefur á stundum J)ó11 vilja verða misbrestur, málflutn-
ingsmennirnir þótt leggja alla stund á að fegra sinn mál-
stað, og ])á farið ógætilega með sannleikann, en það má
ekki vera. Það verður að vera ófrávíkjanleg regla, að segju
satl í málsfærslu, enda varðar við lög, ef út af því er
brugðið. Frægur grískur rithöfundur segir á einhverjum
stað, að lilutverk málflutningsmanns sé að gera verri
málstaðinn að betri málstað, og er það einkennilegt,
að ])etta virðist vera nokkuð almenn skoðun enn nU
34
Timarit lögfræðingct