Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Blaðsíða 7
Þá flutti Birgir Finnsson, í'orseti sameinaðs Alþingis,
•árnaðaróskir og þakkir alþingismanna til æðsta dómstóls
landsins og starfsmanna hans. Stofnun Hæstaréttar var
eiim merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar,
sagði Birgir m. a., og upp frá henni hefðu Islendingar not-
ið meira réttaröryggis en áður. Hann kvað réttinum ávallt
hafa farnazt vel í störfum, og menn kunnað að meta það,
enda væri forseti Hæstaréttar einn þeirra þriggja, sem við
sanmingu stjórnarskrárinnar var falið að fara með vald
iorseta landsins í fjarveru hans.
Jón Norðmann Sigurðsson, formaður Lögmannafélags
^slands, færði Hæstarétti íslenzka fánann að gjöf frá fé-
laginu með ósk inn, að liann yrði ávallt tákn þjóð-
írelsis og mannhelgi. Hefur fánanum þegar verið komið
lyrir í dómsal Hæstaréttar.
Að lokum flutti Hákon Guðmundsson, yfirborgardóm-
ai-i, kveðjur og árnaðaróskir í tilefni afmælisins frá Dóm-
ai'afélagi Islands. Sagði hann Hæstarétt Islands hafa umi-
]ð sér traust og virðingu þjóðarinnar og stuðlað að heil-
hrigðri réttarvitund almennings. Traust æðsta dómsvalds
væri hornsteinn heilhrigðs þjóðfélags. Hákon færði Hæsta-
retti fyrir hönd Dómarafélags Islands að gjöf líkan af
þingboðsöxi. En lnin var lil forna borin um þinghána, er
kvatt var til manntalsþinga eða annarra þinga.
1 lok athafnarinnar þakkaði Einar Arnalds árnað-
oróskir og góðar gjafir og gestum fyrir komuna.
Dómararnir og konur þeirra tóku á móti gestum að
^°tel Sögu frá því kl. 17—19. Auk gesta þeirra, sem við
^thöfnina voru og kvenna þeiiTa, voru boðnir til liófs
hessa héraðsdómarar, hæstaréttarlögmenn, alþingismenn,
iögfræðingar í þjónustu Alþingis, all margir yfhmenn úr
stjórnarráðinu og í þjónustu borgar- og sveitarfélaga,
hankastjórar Seðlabankans o. fl. Gestir voru boðnir ásamt
honum sínum. Hófið var mjög fjölsótt og öllum, er hlut
a*tu að máli, til sóma.
1 iniarit lögfræðinga
5