Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Blaðsíða 65
annars áfrýjunardómstóll í málum, er dæmd höfðu verið
í fjórðungsdómi og til hans var skotið. Dómar fimmtar-
dóms voru endanleg úrslit máls.
Framan af dæmdu greindir dómstólar einnig i málum,
er kirkjuna snerti. Þó var til prestadómur, er dæmdi
sakir á hendur prestum fyrir ólilýðni þeirra við biskup.
Kirkjan náði þó síðar verulegum hluta dómsvaldsins í sin-
ar hendur, sem kunnugt er.
Þegar leið á þjóðveldisöldina gerðust að vísu ýmsir Is-
lendingar handgengnir Noregskonungi og urðu þeir háðir
hirðlögum, enda var rikishugtakið þá mjög á annan veg
en nú og samband yfirmanna og undirmanna nánast samn-
ingssamband, sbr. m. a. samband goða og þingmanna hér
á landi. I svipuðu ljósi má líta á réttarstöðu handgenginna
nianna og konungs, en einnig má nefna réttarstöðu vígðra
nianna og kirkjunnar.
Et- Islendingar gengu Noregskonungi á hönd 1262-
1264, fór hann með æðstu stjóm landsins og sérstök
skipan þessara mála var fljótlega gerð, fyi-st með Járn-
síðu 1271 og síðar Jónsbók 1281. Jónsbók var, eins
og kunnugt er, aðallögbók Islendinga um aldaraðir. Um
dómsvaldið segir m. a. i Jónsbók, Þfb. 4. kap.: „ . . . Þeir
nienn, sem í lögréttu eru nefndir, skulu dæma lög um þau
niál öll, er þangat eru skotin, ok þar eru löglega fram
horin. Þau mál skal fyrst dæma, er til lögþingis eru lögð
eptir því, sem lögbók segir ok stærst eru; eptir þat þau er
þannig er stefnt ok öll þau mál, er menn leggja hendr
sínar saman fyrir váttum tveimr, ef þat vitni kemr fram
á þingi; síðan þau, er þar verðr á sæzt, ok smæst eru.
En alt þat, er lögbók skilr eigi, þá skal þat ór hverju máli
hafa, sem lögréttiunenn allir verða á eitt sáttir. En ef þá
skilr á, þá ráði lögmaðr ok þeir, sem honum samþykkja,
nema konungi með skynsamra manna ráði litizt annat
lögligra“. Sbr. og 9. kap.: „ .. . Nú skýtr nokkurr sínu
niáli undan lögmanni ok til öxarár þings, þá rannsaki
lögréttumenn innvirðuliga þat mál, ok þótt þeim sýnizt
Timarit lögfræðinga
63