Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Blaðsíða 84
inum sjálfum (sbr. B, bls. '990, forsætisráðh. Herm. Jón-
asson). Er ljóst af umræðum, að ríkisstjórnin og fylgis-
menn hennar töldu einsætt, að þetta vald ætti að vera í
hennar hendi. iAnnað atriði, sem mjög var deilt um, var
])að, hvort I. einkunn ætti að vera skilyrði til þess, að
menn gætu orðið hæstaréttardómarar eða hæstaréttarlög-
menn. Enn var mikil deila um, hvort fjölga skyldi dóm-
endum og þá með hverjum hætti. Loks var deilt um at-
kvæðagreiðslu dómenda og birting ágreiningsatkvæða.
I neðri deild var samþykkt, að „dómaraprófið“ skvldi
afnumið, og voru 18 atkvæði með en 4 á móti. I efri deild
var breytingartillaga um, að dómaraprófinu skyldi haldið,
felld með 9 atkvæðum gegn 6. Um einkunnarskilyrðið
urðu úrslit þau, að II. einkunn skyldi nægja bæði til hæsta-
réttardómarastöðu og lögmannsstarfs við Hæstarétt, þó
að þvi tilskyldu, að sá, er hlut átti að máli, hefði sýnt
sérstaka hæfileika sem fræðimaður i lögum eða lögfræði-
störfum að öðru levti.
Að iþví er snerti fjölgun dómara, kom það fram, að al-
mennt töldu þingmenn æskilegt, að þeim yrði fjölgað í
5. En kostnaðurinn óx mönnum í augum enn sem fyrr, og
var því í frumvarpinu gert ráð fyrir að dómarar yrðu
3. Tvær tillögur komu fram um dómarafjölgun. Önnur
þeirra (þskj. 185. Flm. Garðar Þorsteinsson og Thor
Thors) var mjög á sömu lund og lagt var til i frumvarp-
inu um fimmtardóm, þ. e. að prófessorar lagadeildai’
tækju sæti i dómnum, er umfangsmikil eða sérstaklega
vandasöm mál væru til meðferðar. Þessi tillaga var felld
í neðri deild með 15 atkvæðum gegn 15. Hin tillagan
(þskj. 220. Flm. Magnús Torfason) var á þá leið, að fastir
dómendur skyldu vera 5, en þó aðeins 3 þar til fé yrði
veitt á fjárlögum til fjölgunarinnar. Jafnframt var lagt
til, að með Kgl. tilskipun yrði ákveðið, hvenær 5 dóm-
ara þyrfti lil þess, að dómur væri fullskipaður. Hins vegar
var gert ráð fyrir, að ákvæðið um, að dóm mætti setja
með 3 dómendum skyldi haldast. Ei- frumvarpið um
82
Tímarit lögfræðinga