Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Blaðsíða 19
lægu óslc, að svo megi áfram verða, lil varanlegrar far-
saeldar hinu unga — og endurreista íslenzka lýS-
veldi . . .“.
Af hálfu héraðsdómara sagði hann m. a.:
„ . .. Oss héraðsdómurum stendur það óneitanlega ekki
sízt nærri, að fylgjast vel með því, sem afrekað er, eða
jafnvel miður fari, í hinu helga hofi réttvísinnar, og iþegar
litið er yfir þennan farinn veg Hæstaréttar Íslands, þá höf-
uni vér fyllilega ástæðu til þess að segja: Guði sé lof, að
tU er hæstiréttur — á íslandi!
Margt og mikið mun gerast i þjóðlifi voru á ókomn-
11 ui tímum, og enginn veit, hversu fram muni vinda mál-
lUn og athöfnum, en það er trú vor, að mjög sé það undir
sjálfum oss komið, hvort í rétta átt þróast, til sannarlegs
uienningarþroska. Reynir þá ef til vill mest á það, sem
yeglegast á að vera, en einnig ábyrgðarmest. Vér hyggjuin
I'ált, Islendingar, og vér teljumst nú að fullu sjálfstæðir.
En „traustir skulu hornsteinar hárra sala“. Ef heilbrigt
féttarfar bilar livergi, þá er sá hornsteinn traustur.
Heill í störfum, Hæstiréttur!“.
Pormaður Lögmannafélags Islands, Magnús Thorlacius,
öar frarn árnaðaróskir og færði réttinum að gjöf frá félag-
inu kr. 10.000.00 til bókakaupa.
Elzti starfandi lögmaður við réttinn, Lárus Fjeldsted,
°8 sá, er þar hafði starfað óslitið frá byrjun, flutti heilla-
°skir og kveðjur frá hæstaréttarlögmönnum.
Forseti dómsins þakkaði góðar óskir, gjafir og fyrirheit.
Viðstaddir athöfn þessa voru m. a. forseti íslands, lierra
Sveinn Björnsson, l'orsætisráðherra Ólafur Thors, dóms-
’nálaráðherra Finnur Jónsson, Pétur Magnússon fjármála-
''aðherra, forseti Sþ. Gísli Sveinsson og horgarstjórinn í
Feykjavík, Bjarni Benediktsson. Enn fremur prófessorar
tagadeildar Háskólans, sakadómari, borgardómari, horg-
urfógeti, lögreglustjórinn i Reykjavik, dr. juris. Björn
Fórðarson, Páll Einarsson fyrrv. hæstaréttardómari, flest-
lr niálaflutningsmenn við Hæstarétt o. fl.
1 uriant lögfræðinga
17