Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Blaðsíða 74
175, en eins og hún tekur frani, eru fæstar þeirra mikils
verðar. Breytingar, er nefndin taldi helzt skipta máli, voru
þessar: Ákvæði um laun dómenda skyldu fclld úr frv. og
sett í hin almennu launalög. Krafizt skyldi 1. eink. hjá
hæstaréttarritara, hann settur i flokk þeirra, er hæfir voru
til dómarastarfa og vald hans nokkuð aukið. Áfrýjunar-
upphæð lækkuð úr 100 kr. í 25 kr. (var 4 kr. í Landsyfh'"
rétti). Ákvæði voru sett til þess að ýta undir munnlegan
málflutning. Dómgjöld voru hækkuð frá því, sem var í
héraði. Á þskj. 239 kom allsherjarnefnd efri deildar fram
með 4 breytingartillögur, 2 við 37. gr. og 2 við 50. gr. Þar
skipti helzt máli, að frestur til framlagningar útdráttar
var lengdur í 14 daga og sektaákvæði í 2. mgr. 50. gr. var
tellt niður. á þskj. 251 bar Kristinn Daníelsson, 2. þm-
Gullbr,- og Kjósarsýslu fram 3 brt. Ein var tekin aftur,
önnur felld, en sú 3. samþ. Hún var á þá leið, að orðin í
45. gr. „ef ágreiningur verður“ féllu burt.
1 neðri deild bar allsherjarnefndin fram 2 breytingar-
tillögur — sbr. þskj. 312. önnur var við 42. gr. Þar var
lagt til, að aðili, sem krefðist frávísunar máls, skyldi til-
kynna það ritara viku fyrir þingfestingardag og greina
ástæður, enda skyldi frávísunarkrafa sótt og varin sér-
staklega. Samkv. hinni tillögunni (við 48. gr.) skyldi að-
eins greiða hálf dómgjöld í máli, ef umdeild fjárhæð nam
ekki 100 kr. Á þskj. 318 kom fram breytingartillaga frá
Sigurði Sigurðssyni, 1. þm. Árnesinga, við 57. gr., ])ess
efnis, að lögin skyldu koma til framkvæmda 1. jan. 1922,
en ekki 1. jan. 1920.
Breytingartillögur nefndarinnar á þskj. 175 vom allar
samþ. mótatkvæðalaust. Þannig breytt var frv. samþykkt.
I neðri deild hafði Einar Arnórsson framsögu og mælti
með frv., svo sem eðlilegt var. Veruleg andmæli gegn frv.
komu ekki fram nema helzt til stuðnings breytingartillögu
Sig. Sigurðssonar. Einkum var því borið við, að viðunandi
húsnæði handa dómnum væri ekki til, nýir dómarar þyrftu
sérstakan undirbúning, áður en þeir tækju til starfa, m. a-
72
Tímcirit lögfrœðinga