Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 81

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 81
er það fjarri öllum sanni, að óhæfilegt sé að gagnrýna dóma, livaða réttar sem er. Engir eru óskeikulir og ekki heldur 3 dómarar, er sitja í Hæstarétti. Og eðlilegt er, að menn láti í ljós óánægju sina eða andúð, gegn dómum, er brjóta gegn réttartilfinning þeirra eða lagaskoðunum. Það er alveg óhætt að fullyrða, að Hæstiréttur hefur ekki undanfarin ár notið þess trausts, sem æskilegt væri. Og eins og rakið liefur verið hér að framan, hafa hvað eftir annað verið gerðar tilraunir til að hreyta skipulagi réttarins, og margir óánægðir með það skipulag, sem nú gildir. Nægir því til sluðnings að benda á öll þau frum- vörp, sem borin hafa verið fram á Alþingi til breytinga á hæstaréttarlögunum, gagnrýni Sigurðar sýslumanns Þórðarsonar, áskorun hæstaréttarmálaflutningsmanna til Alþingis og gagnrýni þá, er berlega liefur komið fram í blöðum landsins og á Alþingi“. Stjórnmáladeilur voru harðar á þessum árum, enda voru flokkslínur að skýrast. Deilt var um skipulag verzl- unarmála m. a. Urðu mikil átök á þeim vettvangi. Hæsti- réttur var dreginn inn i þær deilur og var hæslaréttar- dómur í máli Samhands ísl. samvinnufélaga gegn Birni Kristjánssyni -— Hrd. II, hls. 108 — þar mjög á oddi, sbr. og sama hindi, bls. 308. Eldri dómur einn —- sbr. Hrd. I, bls. 377 — hafði og orðið tilefni til árása á Hæstarétt. I lýðfrjálsu landi, þar sem mannréttindi eru virt, hlýtur sú leið að vera opin hverjum og einum, að rökræða dóma Ilæstaréttar eins og annarra stofnana rikisins, enda getur slík gagnrýni liorft til hóta. En mörgum þótti sú gagn- rýni, sem hér er vikið að, mjög úr hófi. Allsherjarnefnd fékk frumvarpið lil meðferðax-, og leitaði hún umsagnar Hæstaréttar, Lagadeildar Iláskólans og Málflutnings- mannafélagsins. Allir þessir aðilar lögðust gegn því að frumvarpið yrði að lögum. Álitsgerðirnar voru allítar- legar. Ekki eru tök á að rekja þær hér svo nemi og vex-ður að vísa til þeirra. Þær er að finna í Alþt. 1930, A-deild. Álit Hæstaréttar er á þskj. 374, hls. 997—1004. Álit meiri Tímarit lögfrœðinga 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.