Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 8
22. marz á tveimur vélbátum með einvalalið um borð til
þess að stugga iþeim burt af veiðislóðum Vestmannaeyinga
og gera tilraun til þess að bandsama einhvern landlielgis-
brjótanna, ef þess væri nokkur kostur. Varð þessi för
ærið söguleg og lengi í minnum höfð, og Sigurði hrepp-
stjóra og Karli sýslumanni til ærins sóma og 'heiðurs.
Réðust eyjarskeggjar til uppgöngu i togarann, en Þjóð-
verjarnir snerust til varnar af mikilli hörku með hnifa
og barefli á lofti. íslendingarnir höfðu þó fljótlega yfir-
hönd, enda voru þeir fleiri og harðvítugri og áttu lifs-
björg sína að verja. Voru i þessari för margir hraustir
menn. Meðal þeirra má nefna Kristin Ingvarsson, sem
þá var talinn með liraustustu og glæsilegustu mönnum
í Eyjum, Arna Sigfússon, Stefán Ingvarsson o. fl. Sig-
urður hreppstjóri réðist þegar upp á stjórnpallinn og
ætlaði að taka í sinar hendur stjórn skipsins og fara með
það beint tii hafnar, en skipstjóri og stýrimaður læstu
að sér 'brúnni og réðist stýrimaður, sem var mikill dólgur,
á Sigurð hreppstjóra, en liann var þá orðinn við aldur,
þó kjarkurinn væri hinn sami og áður og hvergi bilaður,
og lagði hann á gólfið og þjarmaði að honum. Lá hann
ofan á Sigurði, þegar Magnús Guðmundsson i Hlíðarási,
sem var mikill kraftajötunn, kom honum til hjálpar eftir
að hafa hrotið upp brúna. Þó Vestmannaeyingarnir hefðu
yfirtökin, neitaði skipstjóri að fara til hafnar og skipaði
vélstjóra ýmist að sigla skipinu a'ftur á bak eða áfram,
og hrakti það fyrir straumi og vindi austur á bóginn til
hafs. Stóð í þófi lengi dags. Er leið að kvöldi, sendi Sig-
urður lireppstjóri annan vélbátinn til lands eftir Karli
sýslumanni, og kom hann uni borð innan stundar og hafði
hann með sér túlk, Alexander Jóhannesson, siðar prófessor
við Háskóla íslands, sem þá hafði nýlega lokið prófi í
þýzkum fræðum. Hann var í heimsókn hjá móðursystur
sinni, frú Sigriði i Dagsbrún, eiginkonu Antons Bjama-
sens kaupmanns. Eftir nokkrar viðræður við sýslumann
gafst Þjóðverjinn upp og sigldi skipi sínu til hafnar.
2
Tímarit lögfræðinga