Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 68
ótvíræð og ella, m. a. fellur þá krafa B ckki í gjaltldaga, fvrr
en hann hefur uppfyllt skyldur sínar. A getur með öðrum
orðum stöðvað aðför, þar til B sannar, að hann hafi upp-
fyllt sáttina að sinu leyti. Þegar litið er til þess, livernig
sanna verður tilvist skilyrðis, skv. 5. gr. laga nr. 19/1887,
þá eru gallarnir við það fyrirkomulag augljósir, þar sem
B yrði ef til vill að sanna tilvist skilyrðis í venjulegu
bæjarþingsmáli. Er þvi mikilvægt að ganga svo frá sátt,
að aðilum sé ljóst, að önnur greiðslan verði þvi aðeins
innt af hendi, að búið sé að greiða hina. Enn fremur er
mikilvægt að taka fram, á livern hátt sanna megi tilvist
skilyrðis, ef um það er að ræða.
16.2. í uppboðsrétti og skiptarétti má einnig gera
réttarsátt. A hefur til dæmis gert kröfu um það, að hús
B verði selt á nauðungaruppböði. Aðilar geta þá t. d. gert
sátt um það, að A verði meðeigandi í húsinu. Slík sátt er
aðfararhæf. Sjá einnig t. d. 25. og 34. gr. laga nr. 57/
1949 og 38. gr. laga nr. 3/1878. Ef skuldunautur hefur
gert nauðasamning við lánadrottna sina, þá hefur nauða-
samningurinn sömu verkanir og dómssátt, þ. á m. er
liann aðfararhæfur, allt að því tilskyldu, að skuldir lána-
drottna iiafi verið viðurkenndar, sbr. 22. gr. laga nr. 19/
1924.
16.3. I sambandi við kyrrsetningu má gera sátt um
sjálft kyrrsetningarmálið, þ. e. um það, hvað eigi að
kyrrsetja. I kyrrsetningarmálinu má einnig gera sátt um
aðalmálið án tillits til þess, hvort búið sé að höfða það
eða ekki, Allsherjarsátt, hlutasátt, skilyrtar sáttir o. s. frv.
eru lej'filegar bæði um kyrrsetningarmálið og um aðal-
málið eða annað hvort.
Sátt um kyrrsetningarmálið eða aðalmálið binda enda
á þau mál. Þriðji maður getur í öllum tilfellum verið
aðili sáttar með þeim hætti sem í 15.0. greinir. Sátt í kyrr-
setningarmáli er aðfararhæf.
16.4. Sátt má gera í einkarefsimálum. Að visu geta
aðilar ekki gert sátt um refsingu, en stefnandi getur fallið
62
Tímarit lögfræðinga