Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 20
Ég kom að sjúkrabeði hans i Landakotsspítala skömmu
áður en hann andaðist. Við ræddum saman litla stund
um Vestmannaeyjar, hin fornu heimkynni hans i hálfan
annan áratug og starfssvið manndómsáranna. Lá honum
gott orð til þeirra daga og þeirra manna, sem voru sam-
ferðamenn hans á þeim árum. Ég er þess fullviss, að
hans verður lengi minnzt í Vestmannaeyjum fyrir góða
forustu í hinum mestu nauðsynjamálum eyjarskeggja, og
að hann fær þar gott eftirmæli.
Karl kvæntist árið 1904 EJinu, dóttur Jónasar Þorvarðs
Stephensens trésmiðs og póstafgreiðslumanns á Seyðis-
firði, og voru þau nær jafnaldra og bæði uppalin á Seyðis-
firði. Jónas var sonur séra Stefáns sonar Stefáns amt-
manns Stephensens á Hvitárvöllum Ölafssonar Stefáns-
sonar stiftamtmanns. Móðir Blínar var Margrét, dóttir
séra Stafáns Björnssonar aðstoðarprests á Hólum i Hjalta-
dal, hjá séra Benedikt Vigfússyni, föðurbróður sínum.
Elin var lagleg kona og höfðingleg, og hin bezta hús-
móðir. Beyndist hún manni sínum hin styrkasta stoð og
bezt þegar mest á reyndi, að kunnugra sögn.
Af hörnum þeirra, sem upp komust, eru enn á lífi:
Jónas Karl kennari, Pálína Margrét, húsfreyja í Reykjavík,
og Stefán Einar rafvirki. Anna Guðrún hárgreiðslukona
dó 27 ára, 4944.
Jöhann Gunnar Ólafsson.
14
Tímarit lögfræðinga