Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 56
hans, en vafasamt er, hvort aðili gæti fengið úrlausn uni
gildi sáttarinnar með slíkri kæru. Því er sennilega eina
leiðin þegar svona stendur á að áfrýja sáttinni til Hæsta-
réttar með stoð í 13. gr. laga nr. 57/1962.
Þegar héraðsdómari hefur tekið formlega afstöðu til
einhverra atriða í sambandi við sátt, þá er hliðsettur
dómari við slíka úrlausn bundinn, t. d. ef dómari hefur
lagt úrskurð á það, hvort honum bæri að vdkja sæti eða
ekki.
12.2. Alls staðar þar sem aðili byggir rétt sinn á sátt,
getur gagnaðili vefengt gildi Iiennar og sker þá dómur
úr, sbr. 1. mgr. 17. gr. eml. Á þetta m. a. við um skipta-,
fógeta- og uppboðsrétt.
Varnir gegn gildi sáttar má þannig bera undir úrskurð
fógeta í sambandi við aðför, sbr. 5. gr. laga nr. 19/1887
og 1. mgr. 17. gr. eml. Fógeti á að úrskurða um allar
þær varnir, sem fram koma utan þeirra, sem nefndar eru
í 12.1.
12.3. Að öðru leyti er nokkuð umþrætt, livort höfða
megi nýtt dómsmál til þess að fá skorið úr gildi réttar-
sáttar eða, hvort aðilar eigi að biðja um endurupptöku
gamla málsins á ný með sömu kröfum og áður, en með
þeim rökum, að sáttin sé ógild.
Aðalrökin fyrir þeirri tilhögun að krefjast nýrrar
málshöfðunar eru þau, að fyrsta málinu hafi verið end-
anlega lokið með sáttinni, hvort sem hún var gild eða
ekki. Er bent á, að það hafi í sjálfu sér mikið gildi að
geta slegið því föstu, að máli sé lokið í eitt skipti fyrir
öll, þegar sátt hefur verið gerð. Þessu til stuðnings er
lögð áherzla á það, að þar sem sáttin öðlist aðfararhæfi,
gangi aðilar ávallt út frá þvi, að málinu sé þar með lokið.
Þá má einnig nefna, að þessi leið er betur til þess fallin
að koma í veg fyrir málþóf, þvi að mjög greið leið er
fyæir málþófsmenn að biðja um endurupptöku gamla
málsins og draga þannig úrslit máls á langinn. Þvi er
einnig hreyft, að lokaathöfn í réttarsátt sé réttarfarsat-
50
Tímarit lögfræðinga