Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 12
ráðherraembætti Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, sem
frá fyrstu tíð 'hafði gert pólitik að höfuðatvinnu sinni.
Björn var harðvitugur og sást litt fyrir i stjórnaraðgerð-
um sínum, enda mun hann hafa sett sér það markmið,
að fletta ofan af atferli andstæðinga sinna i pólitik, sem
hann hafði ekki talið og taldi ekki vanþörf á. Sú stjórnar-
athöfn hans, sem vakti mestar æsingar og átök, var brott-
vikning Tryggva Gunnarssonar úr hankastjórastöðunni
við Landsbanka íslands, sem liann hafði gegnt alllengi.
Áður liafði Björn skipað þriggja manna nefnd, 26. apríl
1909, til þess að rannsaka hag Landsbankans og rekstur.
í þessa nefnd voru skipaðir Indriði Einarsson, endurskoð-
andi landsreikninga, Ölafur Dan Daníelsson stærðfræð-
ingur og Karl Einarsson, sem þá hafði verið aðstoðar-
maðuri Stjórnarráði um þriggja ára skeið. Störf nefndar-
innar urðu ekki átakalaus við stjórnendur Landshankans,
bankastjórann og gæzlustjórana.
Indriði var i fyrstu formaður nefndarinnar, en hann
hvarf fljótlega úr henni og var Karl Einarsson þá skip-
aður formaður hennar. Ólafur Dan fór erlendis um þær
mundir til þess að ljúka doktorsvörn i stærðfræði við
Kaupmannahafnarháskóla. I þeirra stað komu i nefndina
Magnús Sigurðsson lögfræðingur og Ólafur Evjólfsson
kaupmaður. Ég liéf heyrt þvi haldið á loft, að Magnús
Sigurðsson hafi ráðið mestu um störf nefndarinnar og
niðurstöður, eftir að hann tók þar sæti, en það tel ég
vafasamt, sakir þess að Karl Einarsson var enginn veifi-
skati og fór þrí fram, sem hann taldi rétt vera.
Landsbankanefndin lauk störfum i janúar 1910, og
var skýrsla hennar prentuð síðar á árinu. Niðurstöður
nefndarinnar þóttu ærið óhagstæðar fyrir stjórn Tryggva
Gunnarssonar á bankanum, en varla er iþó að efa, að
þær liafi ekki verið rangar eða lilutdrægar svo verulegu
næmi. Tryggvi var orðinn aldraður maður og hefur ekki
haft, þó að hann væri mikiliæfur maður og fylginn sér,
full tök á víðtækum hankarekstri, sem varð umfangs-
6
Tímarit lögfræðinga