Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 15
var Karl þá enn í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en af
hálfu Heimastjórnarmanna var i kjöri Sveinn Jónsson
trésmiður, sem áður fyrr hafði átt heima á Sveinsstöðum
i Eyjum, og átti þar mannvænlega svni af fvrra hjóna-
bandi.
Karl sigraði enn með vfirburðum og lilaut hann 288
atkvæði, en Sveinn Jónsson aðeins 39 atkvæði, enda ■ þótt
Gísli J. Johnsen og aðrir Heimastjórnarmenn stvddu við
bakið á honum. Þá lét Gisli prenta í Reykjavík bækling,
sem nefndur var A krossgötum. Var honum dreift frá
Reykjavík á hvert heimili í Eyjum og fór svo'dult, hver
að honum stóð, að lengi lék á þvd vafi, og eins hver hefði
samið hann. Var þar dregið dár að Karli og þeim Tanga-
mönnum, stuðningsmönnum lians, og kosningabrellum
þeirra. En þetta herbragð varð til litils framdráttar fyrir
Svein, eins og atkvæðatölurnar bera með sér nógsamlega.
Við allþingiskosningarnar, sem fram áttu að fara 15.
nóvember 1919, fór Karl enn fram fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn, en varð nú sjálfkjörinn. Hefur Heimastjórnarmönn-
um ekki þótt árennilegt að leggja til atlögu við bann eftir
ófarir undanfarinna kosninga.
Um þessar mundir tók hin gamla flokkaskipun í land-
inu að riðlast, og sundurlyndi hafði mikið orðið innan
Sjálfstæðisflokksins og hann klofnað i sundurleita hópa.
Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn höfðu verið
stofnaðir árið 1916 og upp úr Heimastjórnarflokknum
reis Borgaraflokkurinn, sem síðar tók sér heitið íhalds-
flokkurinn, en að siðustu Sjálfstæðisflokkur og þvi nafni
heldur hann ennlþá.
Miklar breytingar höfðu einnig orðið í Eyjum. Karl
hafði fjarlægzt sína fyrri stuðningsmenn og vini, og bar
þar margt til, sem ekki verður nánar rakið hér.
Með alþingiskosningunum, sem fóru fram 23. október
1923, var lokið pólitiskum fenli Karls Einarssonar. Þá
bauð hann sig fram utan flokka, en andstæðingur hans
var Jólhann Þ. Jósefsson, kaupmaður á Tanganum, sem
Tímarit lögfræðinga
9