Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 81
í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. nefndra vátrygg-
ingarlaga, sem takmarki ábyrgð þriðja manns gagnvart
tiyggingafélögum, ef ábvrgð er eingöngu byggð á reglum
um ábyrgð vinnuveitanda á skaðaverkum starfsmanna
sinna eða vangá, sem eigi yrði talin stórkostleg.
I forsendum dómsins sagði m. a. svo, að ekki yrði
fallizt á það með stefnanda, að það leiddi til bótaábyrgð-
ar hins stefnda félags, að forráðamenn þess hefðu eigi
kynnt sér skjöl varðandi hleðslu skipsins og botntanka-
dælingu, þegar þeir keyptu það, þar sem það væri í verka-
hring skipstjóra að kynna sér mál þessi og taka ákvörðun
um hleðslu og kjölfestu. Nefnd vanþekking forráðamanna
útgerðarinnar yrði þvi ekki talin vávænleg orsök slyssins.
Eigi var heldur talið, að sú vanræksla skipstjórans IM
að kynna eftirmönnum sinum efni margnefnds skjals um
hleðslu skipsins og kjölfestu ætti að baka stefnda skaða-
bótaabyrgð, enda var á það bent, að skipstjórinn IM hefði
ekki verið umboðsmaður stefnda við kaupin, heldur hluta-
félagsins F, og þvi eigi stofnazt annað þjónustusamband
milli skipstjórans IM og stefnda, heldur en réttarsamband
skipstjóra og útgerðarmanns.
Hinir sérfróðu meðdómendur álihi skipið hafa farizt
vegna rangrar hleðslu og ófullnægjandi áfyllingar á kjöl-
festutanka miðað við legu farmsins í skipinu. Slysið þótti
því hafa orðið vegna mistaka skipstjóra við stjómtök
skipsins, en á slíkum mistökum hefði stefndi undanþegið
sig bótaábvrgð með fyrirvara i farmskírteini, sem væri
grundvöllur stefnda og farmeiganda. Stefnandi gæti ekki
öðlazt frekari rétt en farmeigendur gegn stefnda, og því
kæmi krafa hans, byggð á 25. gr. laga nr. 20/1954 um
vátryggingarsamninga, ekki til álita í máli þessu.
Loks taldi dómurinn, að telja yrði, að m.s. D hefði í
byrjun margnefndrar ferðar verið haffært i merkingu „The
Carriage of Goods bv Sea iAct 1924“, sem hér gilti, þar
sem ekkert væri fram komið í málinu um það, að skipið
hefði verið vanbúið að vistum og nauðsvnjum, eða það, að
Tímarit lögfræðinga
75