Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 37
ur á hendur stefnda samkvæmt tryggingarbréfum, út-
gefnum af stefnda f. h. CC í Reykjavík 14. janúar 1968, að
fjárhæð samtals kr. 600.000.00, séu niður fallnar. Stefn-
andi heldur þó tryggingarbréfum þessum.
6.5. Hlutasáttir eru leyfilegar: T. d. einungis um aðal-
kröfu, en ekki um gagnkröfu og vice versa, um eina eða
fleiri af mörgum kröfum, og um hluta af stefnukröfu,
ef sá Muti er til þess fallinn að vera sjálfstæður og nægjan-
lega glöggt ákveðinn. Aðilar mega sættast á allt deilu-
málið nema málskostnað. Það er i allra þágu að leyfa
slíka tilhögun, því þá þarf ekki að skera úr aðaldeilu-
efninu.
Hlutasátt er það einnig, er fyrst er gerð hlutasátt og
síðan sátt um afganginn. 1 báðum tilvikum má draga inn
í þessar sáttir önnur lögskipti og sættast á þau. í öllum
tilvikum, sem nefnd voru hér að ofan, gengur dómur um
þann hluta deilumáls, sem ekki tókst að sætta.
Sátt, gerð á bæjarþingi Reykjavíkur 1970, er dæmi
um þetta:
1. Aðalsök í máli þessu fellur alveg niður svo og máls-
kostnaður í þeirri sök.
2. I gagnsök greiði gagnstefndu gagnstefnanda kr.
22.950.00 með 7% ársvöxtum frá 17. febrúar 1966 til
greiðsludags fyrir 15. apríl n. k. Málskostnaður í gagn-
sökinni fellur niður, sbr. þó 3. Greiðslustaður er skrifstofa
H, Revkjavík. Að öðru leyti falla lögskipti í gagnsökinni
alveg niður.
3. Samkomulag náðist ekki um hluta málskostnaðar í
gagnsökinni, þ. e. kr. 46.358.00 í yfirmatskostnað, en sam-
komulag er um það milli aðila að skjóta þeim ágreiningi
undir úrlausn dómsins.
6.6. Allsherjarsáttir eru leyfilegar. Er þá aðstaðan sú,
að mörg mál eru rekin milli sömu aðila eða annarra aðila
í sömu þinghá eða mismunandi þinghám eða málin eru
á ólíku stigi (sumum hefur t. d. verið áfrýjað en öðrum
ekki) og mega þá aðilar gera sátt í einni þinghánni um
Tímarit lögfræðinga
31