Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Qupperneq 7

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Qupperneq 7
1. „Allir framtalsskyldir aðilar“. Hér er bæði átt við einstaklinga, hlutafélög, samvinnufélög, sameignarfélög, stofnanir og óskipt bú. Vert er að geta þess, að orðið „framtalsskyldur“ er víðtækara en skatt- skyldur. Samkvæmt A-lið 5. gr. skattalaganna eru þau hlutafélög og önnur félög með takmarkaðri ábyrgð, sem verja hagnaði sínum ein- ungis til almenningsheilla og hafa það einasta markmið samkvæmt sam- þykktum sínum, undanþegin skattskyldu, en þau eru framtalsskyld eigi að síður skv. 1. málslið 1. mgr. 35. gr. skl. Þær skýrslur, sem hér koma til greina og vafalaust er heimilt fyrir skattyfirvöld að heimta, geta verið um margvísleg atriði, svo sem skýrslur um starfslaun, sem 2. mgr. fjallar einnig um, greiðslur í lífeyrissjóði, skrá um hluthafa og hlutafjáreign hvers og eins hluthafa, þ. m. t. jöfnunarhlutabréf, út- hlutun arðs af hlutafjáreign, skrá um eigendur stofnsjóðseigna í sam- vinnufélögum, úthlutun tekjuafgangs og útborgun af höfuðstól í sam- eignarfélagi, skýrslur verzlana og sölusamlaga um seljendur innlendra afurða, magn innleggs og tegund og greiðslur fyrir það, eignir og skuldir viðskiptamanna í verslunum o. s. frv. 2. Allir „embættismenn og aðrir, er einhver störf hafa á hendi í al- menningsþarfir". Hér koma til skýrslur um dánarbú, arfgreiðslur og fyrirframgreiðslur upp í arf, þrotabú og úthlutanir úr þeim, um þing- lestur á afsölum, skuldabréfum og samningum, matsgerðir, eftirrit dóma og úrskurða, skýrslur úr firmaskrám, bifreiðaskrám, skipaskrám, svo og fasteignamatsskrár og breytingar á þeim, veitt verzlunarleyfi, skýrslur um lögskráningartíma sjómanna, skýrslur um innflutning og um vörugjald, skýrslur um úthlutun lóða og byggingarleyfa o. s. frv. 3. Greinin tiltekur banka og sparisjóði, en aðrar peningastofnanir teljast sjálfsagt þar með. Hér koma til álita t. d. upplýsingar um veð- skuldir, víxilskuldir, yfirdrátt á hlaupafeikningi, bankavaxtabréf, skuldabréf, inneignir á sparisj óðsreikningi og yfirleitt um vaxtafé í bönkum og sparisjóðum, enda var það orð „vaxtafé“ notað lengi í til- svarandi grein eldri skattalaga, eða þar til sett voru lög nr. 70/1962. Hér er rétt að geta sérstakra heimilda til handa ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra til beinna bókhaldsskoðana hjá þessum að- ilum skv. síðustu mgr. 36. gr. skl. 4. Þeir, sem hafa menn í þjónustu sinni, er taka kaup fyrir starf sitt, þar með talin stjórnarlaun, ágóðaþóknun, gjafir o. þ. h„ skulu skila launaskýrslum. Þetta á jafnt við um alla, sem taldir eru undir 5

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.